Nestishugmyndir fyrir krakkana – einfaldar vefjur sem krakkarnir elska.
Stundum er maður bara alveg tómur af hugmyndum að nesti fyrir krakkana, þá er gott að skoða hvað aðrir eru að gera og fá þannig hugmyndir að nesti.
Ég vil þess vegna deila nestishugmyndum sem krakkarnir mínir elska. Ég vil að þau borði næringarríkan mat, helst eitthvað grænmeti og ávexti, en þau vilja helst bara að maturinn bragðist vel. Þetta er því ákveðin dans sem maður þarf að stíga þegar verið er að útbúa nestið svo það verði örugglega borðað.
Vefjur slá alltaf í gegn hjá þeim en ég set alltaf einhverja góða sósu á vefjurnar og ost. Stundum set ég agúrku eða papriku sneiðar og skinku eða harðsoðið egg fyrir prótein.
Happy Monkey smoothie-arnir eru líka ótrúlega hentugir í nestið. Þeir innihalda einungis ávexti og ekkert annað. Fernurnar eru líka mjög hentugar þar sem auðvelt er að beygla þær til ef þarf til að koma þeim ofan í nestisboxið.
Nestishugmyndir fyrir krakkana – einfaldar vefjur sem krakkarnir elska
Nestishugmynd 1:
- Vefja með Taco truck mangó mæjó + osti + agúrku + harðsoðnu eggi, rúlluð upp
- 1/2 banani
- Happy monkey smoothie með appelsínu og mangó
Nestishugmynd 2:
- Vefja með pítusósu + osti + skinku + agúrku
- 1 lítið epli
- Happy monkey smoothie með jarðaberjum og banana
Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben
Njótið vel!
Ykkar