Hér höfum við humarbrauðrétt sem kemur skemmtilega á óvart.
Humarbrauðréttur
- 8-10 stk crossant (má líka nota venjulegt brauðtertubrauð)
- 1/2 laukur
- 1 hvítlauksgeiri
- 420 g humarsúpa frá Ora
- 250 mml rjómi
- 75 g hvítlauks kryddostur
- 400 g skelflettir humarhalar
- 100 g rifinn mozzarrella
- Fersk steinselja
Aðferð:
- Rífið crossantin gróft niður og raðið í eldfast mót sem er 22×34 cm eða sambærilega stórt.
- Kveikið á ofninum og stillið á 200°C, undir og yfir hita.
- Skerið laukinn og hvítlaukinn smátt niður og steikið í potti upp úr smá smjöri eða olíu. Hellið humarsúpunni ofan í pottinn ásamt rjóma. Rífið hvítlauks kryddostinn út á. Leyfið að malla rólega þar til osturinn hefur bráðnað.
- Hellið sósunni yfir crossantin. Dreifið humarhölunum yfir og rifnum osti.
- Bakið í u.þ.b. 20-25 mín eða þar til osturinn er byrjaður að brúnast.
- Saxið niður ferska steinselju og dreifið yfir réttinn áður en hann er borinn fram.
Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben
Njótið vel!
Ykkar
Category: