Linda Ben

Caprese salatkrans með basilpestó

Recipe by
10 mín
Cook: Unnið í samstarfi við Vaxa

Þessi caprese salatkrans er eins góður og hann er fallegur. Ferska basilpestóið gerir salatið djúsí og einstaklega bragðmikið. Salatið hentar bæði sem forréttur og líka ssem virkilega ljúffengt meðlæti með öðrum mat. Eins er líka hægt að bæta við einhverju góðu próteini út í salatið eins og grilluðum kjúkling eða falafell bollum til að búa til aðalrétt úr salatinu.

Salatið frá Vaxa er ræktað við alveg lífrænar aðstæður, ekkert skordýraeitur er notað og því er algjörlega óþarfi að skola salatið fyrir notkun.

Caprese salatkrans með basilpestó

Caprese salatkrans með basilpestó

Caprese salatkrans með basilpestó

Caprese salatkrans með basilpestó

Caprese salatkrans með basilpestó

Basilpestó

  • 30 g basilíka frá Vaxa (7 g tekin frá til að skreyta salatið með í lokin)
  • 7 g steinselja frá Vaxa
  • 1 hvítlauksgeiri
  • Safi úr 1/2 sítrónu
  • 1 msk furuhnetur
  • 1 dl rifinn parmesan
  • 1 dl ólífu olía
  • Örlítið salt

Salat

  • 60 g Klettasalat frá Vaxa
  • 250 litlir tómatar
  • 180 g litlar mozzarella kúlur
  • Basilíka frá Vaxa (afgang frá úr pestóinu)
  • 1 msk furuhnetur
  • Balsamik gljái

Aðferð:

  1. Byrjað er á því að gera pestóið með því að setja basilíku (skiljið smá eftir til að skreyta bakkann með á eftir), steinselju, hvítlauksgeira, safa úr sítrónu, furuhnetur, parmesan, ólífu olíu og salti í blandara, blandið þar til gróflega maukað saman.
  2. Setjið litla skál öfuga á stóran disk til að auðvelda kransalagið á salatinu. Setjið klettasalatið á diskinn umhverfis skálina.
  3. Raðið litlum tómötum og mozzarella kúlum á diskinn, dreifið einnið pestóinu víðsvegar um salatið.
  4. Takið skálina af diskinum og skreytið með basilíku laufum, furuhnetum og balsamik gljáa.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

Caprese salatkrans með basilpestó

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5