Risa klessupiparkaka með vanilluís.
Vissir þú að einn af bestu eftirréttunum er einnig sá allra einfaldasti? Maður einfaldlega kaupir tilbúna klessupiparkökudeigið og smellir því í smurt eldfastmót. Pressar það niður svo það sitji á botninum á forminu, bakar svo í u.þ.b. 12 mín og ber fram með vanilluís.
Klessupiparkökudeigið frá Lindu Ben finnur þú í Krónunni.
Risa klessupiparkaka með vanilluís
- Klessupiparkökudeig Lindu Ben
- Vanilluís
Aðferð:
- Hitið ofninn í 175°C, undir og yfir hita.
- Smyrjið 22 cm stórt eldfast mót og setjið deigið í formið, pressið það niður svo það liggi í öllum botninum. Bakið í u.þ.b. 12 mín eða þar til endarnir eru byrjaðir að brúnast en miðjan ennþá mjúk.
- Berið fram með vanilluís.
Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben
Njótið vel!
Ykkar