Mjúk Mokka súkkulaðikaka sem allir kaffi unnendur þurfa að smakka.
Þessi mokka súkkulaðikaka er eitthvað annað góð! Maður setur Royal mokkabúðing bæði í kökuna og kremið sem kemur með ljúft og gott mokkabragð. Það að setja Royal búðing út í kökudeig er leynitrix sem margir hafa notað í gegnum árin en það skilar sér með ennþá mýkri og meira djúsí köku. Botnarnir verða aðeins klessulegri og alveg svakalega góðir!
Þessi kaka á eftir að slá í gegn í hvaða kökuboði sem er og er skemmtileg tilbreyting frá klassísku súkkulaðikökunni án þess að fara of langt frá upprunanum.
Royal mokka búðingurinn fæst í flest öllum matvöruverslunum og Lindu Ben þurrefnablandan í Krónunni og Hagkaup.
Mjúk Mokka súkkulaðikaka
- 1 pakki Ljúffeng súkkulaðikaka þurrefnablanda Lindu Ben
- 1 pakki Royal mokkabúðingur
- 3 egg
- 1 dl vatn
- 1 1/2 dl bragðlítil olía
Aðferð:
- Kveikið á ofninum og stillið á 175°C, undir og yfir hita.
- Setjið súkkulaði þurrefnablönduna frá Lindu Ben og royal búðinginn í skál ásamt eggjum, vatni og olíu í skál, hrærið saman í 2-3 mín og skiptið deiginu á milli tveggja smurðra 20 cm smelluforma.
- Bakið í 25 mín og kælið svo botnana.
Mokka krem
- 300 g smjör
- 300 g flórsykur
- 100 ml rjómi
- 1 msk kaffi
- 1 msk kakó
Aðferð:
- Þeytið smjör, kakó og fljórsykur saman þar til mjúkt, létt og ljóst.
- Setjið rjómann og kaffið út í kremið, smá slettu í einu og þeytið vel á milli. Þeytið þar til orðið mjúkt og gott krem.
- Setjið fyrsta botninn á kökudisk og smyrjið kremi á botninn, setjið seinni botninn yfir og hjúpið kreminu á kökuna. Gott er að skilja svolítið eftir af kreminu og setja í sprautupoka og sprauta því á endana á kökunni.
Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben
Njótið vel!
Ykkar