Linda Ben

Hasselback kartöflur

Recipe by
1 klst og 45 mín
Prep: 15 mín | Cook: 1 klst og 30 mín

Hasselback kartöflur eru gott meðlæti með hvaða steik sem er. Vegna þess að skorið er í kartöfluna bakast hún hraðar. Smjöri er stungið ofan í raufarnar og það bráðnar ofan í kartöfluna þannig hún verður mjúk og fluffý.

Hasselback kartöflur

Gott ráð til þess að skera allar raufarnar jafn djúpar (og til að skera kartöfluna ekki í sundur) er sniðugt að leggja tvær sleifar sitt hvorum megin við kartöfluna og skera hana þannig.

Hasselback kartöflur

Hasselback kartöflur

Hasselback kartöflur Hasselback kartöflur Hasselback kartöflur

Hasselback kartöflur

  • 3 stórar bökunarkartöflur
  • u.þ.b. 150 g smjör
  • salt og pipar
  • Rifinn ostur
  • Sýrður rjómi
  • Graslaukur, smátt saxaður

Aðferð:

  1. Stillið ofninn á 200°C.
  2. Leggið tvær sleifar sitt hvorum megin við kartöfluna, skerið raufar í kartöfluna niður að sleifunum. Skerið raufarnar mjör þétt eða með u.þ.b. 3 mm millibili.
  3. Skerið smjörið í sneiðar og stingið því ofan í um það bil aðra hverja rauf á kartöflunni.
  4. Kryddið kartöfluna með salt og pipar og setjið í ofninn. Bakið í u.þ.b. 90-120 mín.
  5. Takið kartöflurnar út úr ofninum, hellið smjörinu sem hefur bráðnar yfir kartöflurnar aftur og setjið svo rifinn ost yfir kartöflunar. Bakið í ofninum þangað til osturinn byrjar að brúnast.
  6. Skerið niður graslauk smátt niður.
  7. Takið kartöflurnar út úr ofninum, setjið sýrðan rjóma og graslaukinn yfir.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Hasselback kartöflur

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5