Linda Ben

Hvítlauks parmesan kartöflubátar með sjávar salti

Recipe by
40 mín
Prep: 5 mín | Cook: 35 mín | Servings: 4 manns

Þessir kartöflubátar eru alveg virkilega bragðgóðir!

Þeir eru fljótlegir, auðveldir að útbúa, og brálæðislega góðir! Ég mæli með að þú látir þessa uppskrift ekki framhjá þér fara.

_MG_9590

Hvítlauks parmesan kartöflubátar með sjávarsalti, uppskrift:

 • 4 stk bökunar kartöflur
 • 2 msk ólífu olía
 • 2 tsk sjávar salt
 • 2 tsk hvítlauks krydd
 • 2 tsk oregano
 • 2 dl rifinn parmesan ostur
 • Sjávarsalt

_MG_9566

_MG_9598

Aðferð:

 1. Stillið ofninn á 190ºC
 2. Skerið kartöflunar langsum í báta og setjið í stóra skál.
 3. Hellið ólífu olíu yfir kartöflurnar.
 4. Setjið salt, hvítlauks krydd og oreganó í skálina og blandið öllu vel saman.
 5. Raðið kartöflu bátunum á ofnskúffu og dreifið parmesan osti yfir.
 6. Bakið í 25-35 mín.
 7. Dreifið smá auka sjávarsalti yfir eftir smekk.

_MG_9595

Kartöflubátarnir myndu sóma sér alveg virkilega vel með góðri steik eins og til dæmis þessari hérna:

_MG_9575

Innihald:

 • Nautakjöt, t.d. ribeye
 • Stubb’s Texas Steakhouse marinering

_MG_9603

Aðferð:

 1. Grilla í 2 – 2,5 mín á sitthvorri hliðinni á miðlungs heitu grilli.
 2. Látið standa í 12 mín áður en kjötið er skorið.

_MG_9610

Njótið vel!

Ykkar, Linda Benediktsdóttir

Stubb’s vörurnar fást í Kosti.

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5

Connect!