Þessir kartöflubátar eru alveg virkilega bragðgóðir!
Þeir eru fljótlegir, auðveldir að útbúa, og brálæðislega góðir! Ég mæli með að þú látir þessa uppskrift ekki framhjá þér fara.
Hvítlauks parmesan kartöflubátar með sjávarsalti, uppskrift:
- 4 stk bökunar kartöflur
- 2 msk ólífu olía
- 2 tsk sjávar salt
- 2 tsk hvítlauks krydd
- 2 tsk oregano
- 2 dl rifinn parmesan ostur
- Sjávarsalt
Aðferð:
- Stillið ofninn á 190ºC
- Skerið kartöflunar langsum í báta og setjið í stóra skál.
- Hellið ólífu olíu yfir kartöflurnar.
- Setjið salt, hvítlauks krydd og oreganó í skálina og blandið öllu vel saman.
- Raðið kartöflu bátunum á ofnskúffu og dreifið parmesan osti yfir.
- Bakið í 25-35 mín.
- Dreifið smá auka sjávarsalti yfir eftir smekk.
Kartöflubátarnir myndu sóma sér alveg virkilega vel með góðri steik eins og til dæmis þessari hérna:
Innihald:
- Nautakjöt, t.d. ribeye
- Stubb’s Texas Steakhouse marinering
Aðferð:
- Grilla í 2 – 2,5 mín á sitthvorri hliðinni á miðlungs heitu grilli.
- Látið standa í 12 mín áður en kjötið er skorið.
Njótið vel!
Ykkar, Linda Benediktsdóttir
Stubb’s vörurnar fást í Kosti.
Category: