Linda Ben

Klassísk súkkulaðikaka

Recipe by

Ég fékk símtal frá systur minni um daginn sem er ekki frásögufærandi nema hvað hún sagði mér að ég væri ekki með aðal uppskriftina mína á blogginu, sjálfa súkkulaðikökuna! Hér með kippi ég því í lag og biðst innilegrar afsökunar á þessum mistökum 😉

Skotheld súkkulaðikaka

Þetta er klassísk súkkulaðikaka sem klikkar aldrei. Rosalega mjúk, loftmikil og bragðgóð.

Uppskriftin er stór, það er hægt að útbúa stóra skúffuköku úr henni eða tveggjahæða köku. Einnig er hægt að helminga uppskriftina og fá þá venjulega stærð af köku.

Ég nota alltaf þessa uppskrift í barnaafmælum hjá syni mínum en hér sjáið þið útfærslurnar sem ég hef gert í tímaröð

1 árs img_85831

2 ára

_MG_4720

3 ára

IMG_2646

Klassísk súkkulaðikaka

  • 7 dl sykur
  • 350 g smjör
  • 4 egg við stofuhita
  • 9 dl hveiti
  • 2 tsk matarsódi
  • 2 dl kakó
  • 6 tsk vanillusykur
  • 2 tsk salt
  • 3 dl kalt vatn
  • 4 dl súrmjólk

Aðferð:

  1. Smjör og sykur er þeytt vel saman.
  2. Eggjum við stofuhita bætt saman við einu í einu. (Ef eggin eru köld látið þau þá liggja í volgu vatni í 5 mín fyrst)
  3. Blandið þurrefnunum saman við í aðra skál og sigtið.
  4. Í aðra skál blandiði saman súrmjólk og vatni.
  5. Setjið til skiptis þurrefna og súrmjólkur vatnsblönduna út í eggjablönduna og blandið saman varlega.
  6. Smyrjið með smjöri viðeigandi form.
  7. Kakan bökuð í miðjum ofni við 180°C með blæstri, en tíminn er mismunandi eftir hvaða form er notað og hversu mikið er í formunum. Góð leið til að sjá hvort kakan sé tilbúin er að hrista formið smávegis og ef kakan virðist fljótandi undir þarf hún lengri tíma en ef hún virðist stinn þá stingiði prjón í kökuna og ef ekkert deig kemur með þá er hún tilbúin.
  8. Kælið botnana vel, skerið þá þvert í sundur til þess að fá fleiri lög í kökuna.
  9. Smyrjið súkkulaði smjörkremi á milli hvers lags og skreytið að vild.

Súkkulaði smjörkrem:

  • 800 g smjör
  • 8oo g flórsykur
  • 2 dl kakó

Aðferð:

  1. Þeytið smjörið vel þangað til það er létt og loftmikið.
  2. Blandið saman flórsykri og kakó, setjið það svo út í smjörið og þeytið rólega saman við.
  3. Smyrjið kreminu á kökuna þegar hún hefur kólnað.

Ef þú prófar þessa uppskrift, láttu mig þá endilega vita! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á myndinni @lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Skotheld súkkulaðikaka

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

One Review

  1. Margret

    Þessi er ekta súkkulaði kaka, mjög djúsí!

    Star

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5