Linda Ben

Lambahryggur með sinnepsmarineringu

Recipe by

Þessi marinering er virkilega góð og einföld að útbúa. Hægt er að nota hana á hvaða lambakjöts part sem er, hvort sem það er læri, hryggur eða annað.

Ég mæli með að vakna snemma og skella marineringunni strax á lærið og leyfa brögðunum að blandast vel saman við kjötið.

Þegar kjötið bakast þá myndast stökk himna utan um það sem er guðdómlega góð!

_MG_6432

Lambahryggur í sinnepsmarineringu

  • 1 stór lambahryggur
  • 100 g Mailie dijon sinnep (hálf krukka)
  • 8 hvítlauksgeirar
  • 1 dl ólífu olía
  • 2 msk ferskt rósmarín, smátt skorið
  • Sítrónusafi úr ½ sítrónu
  • Pipar
  • Salt

Aðferð:

  1. Takið hrygginn úr ísskáp að morgni til.
  2. Blandið sinnepinu, ólífu olíunni, sítrónu safanum og piparnum saman í skál.
  3. Skerið niður hvítlaukinn og rósmarínið smátt niður og setjið í skálina.
  4. Skerið göt í fituna á hryggnum með nokkra cm millibili.
  5. Leggið plastfilmu á borð, plastfilman þarf að vera það stór að hún vefjist 1x utan um hrygginn, langsum. Leggið hrygginn á plastfilmuna, fituna niður.
  6. Setjið 1/3 af marineringunni á hrygginn og dreifið vel úr, snúið hryggnum við og setjið restina af marineringunni á fituhliðina á hryggnum og reynið að setja marineringu vel ofan í götin.
  7. Lokið hryggnum með plastfilmunni, gæti þurft meira af plastfilmu svo marineringin leki ekki út.
  8. Leyfið hryggnum að marinerast helst frá morgni til kvölds en allavega í 3 tíma (ef tími gefst ekki í það þá er það í lagi en það verður þá minna bragð af marineringunni í kjötinu sjálfu).
  9. Kveikið á ofninum og stillið á 180°C,
  10. Takið kjötið úr plastfilmunni og setjið það í ofnskúffu eða bakka. Setjið kjöthitamæli í mitt kjötið (á þverhlið) og eldið þangað til kjarnhitastig nær 58°C.
  11. Mikilvægt er að láta kjötið standa við stofuhita í 10-15 mín áður en það er skorið.

Ef þú prófar þessa uppskrift, láttu mig þá endilega vita! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á myndinni á Instagram @lindaben

Ég minni þig á að fylgjast með mér á Instagram en þar er ég oft að elda og baka og sýni “step-by-step” frá matseldinni. Ýttu hér til að fylgjast með á Instagram!

_MG_6432

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Öll hráefni í þessari færslu fást í Kosti

Category:

2 Reviews

  1. Sólveig Ómarsdóttir

    Okkur hér á mínu heimili fannst þessi matreiðsla mjög góð 🙂

    Star
  2. Linda

    Frábært, gaman að heyra! Takk fyrir að láta vita <3

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5