Linda Ben

Ljúffengar og hollar fiskibollur

Recipe by
45 mín
Prep: 15 mín | Cook: 30 mín | Servings: 30-35 bollur

Fiskibollur eru alveg rosalega góðar þegar þær eru útbúnar rétt og frá grunni.

Mér finnst þær skemmtileg leið til að bera fram fisk, ekki skemmir það fyrir hvað stráknum mínum finnst þær æðislega góðar. Eitt það skemmtilegasta sem ég geri er að elda mat sem honum finnst góður, það er ekkert betra en að sjá hann taka vel til mats.

Ljúffengar fiskibollur

Það er mjög einfalt að útbúa fiskibollur og tekur ekki langan tíma. Ef þið eigið ekki hakkavél þá er líka hægt að notast við matvinnsluvél til að hakka fiskinn.

Að mínu mati er oft einfalt best, þess vegna valdi ég að bera þær fram með salati, kartöflum og bræddu smjöri. Einnig er líka hægt að útbúa brúna sósu eða karrýsósu með bollunum, það er alveg undir ykkur komið.

Uppskriftin er frekar stór sem er frábært því þá getur maður sett afganginn í frystinn og gripið svo í þegar fiskibollu löngunin kemur yfir mann.

Ljúffengar fiskibollur

Innihald:

  • 2 ýsuflök (u.þ.b. 1000-1200 g)
  • 1 laukur
  • 100 g hveiti
  • 100 g kartöflumjöl
  • 3 egg
  • u.þ.b. 4 dl mjólk
  • 2 tsk salt
  • 2 tsk pipar
  • Smjör til steikningar

Ljúffengar fiskibollur

Aðferð:

  1. Hakkið ýsuflökin og laukinn í hakkavél.
  2. Setjið hakkið ásamt lauknum í hrærivélaskál og hrærið vel í. Bætið út í skálina hveiti og kartöflumjöli og hrærið áfram.
  3. Setjið eggin út í hakkið eitt í einu.
  4. Bætið mjólkinni út í, einn dl í einu, setjið aðeins mjólk þangað til þið eruð komin með góða áferð á hakkið, það á hvorki að vera of stíft né of blautt, bara þannig að það sé auðveldlega hægt að mynda bollur.
  5. Kryddið hakkið með salt og pipar eftir smekk, um það bil 2 tsk af hvoru.
  6. Kveikið á ofninum og stillið á 200°C.
  7. Hitið pönnu og setjið smjör á pönnuna
  8. Útbúið bollur úr hakkinu, gott er að notast við ísskeið og setjið bollurnar á heita pönnuna, steikið þangað til bollurnar á báðum hliðum þangað til þær eru gullin brúnar.
  9. Setjið inn í ofn og bakið í 15 mín.
  10. Berið fram með kartöflum, salati og bræddu smjöri.

Ég elska að sjá réttina sem þið gerið með uppskriftunum mínum og því hvet ég ykkur til að merkja myndirnar ykkar #lindulostæti 

Fylgist með á Instagram!

Ljúffengar fiskibollur

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben.

Category:

3 Reviews

  1. Ivan Svanur

    Takk fyrir aðra góða uppskrift, algjör klassík!

    Star
  2. Sigrún

    Mjög fín uppskrift – takk fyrir ?

    Star
  3. Linda

    Gott að heyra, takk fyrir að láta mig vita ??

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5