Linda Ben

Ostakakan hennar mömmu

Recipe by
24 klst
Prep: 1 klst |

Mamma mín er fyrir löngu orðin fræg fyrir þessa ostaköku. Ég man eftir á unglingsárum mínum var hún alltaf beðin um að skella í þessa köku af fjölskyldu og vinum þegar eitthvað var fyrir stafni sem kallaði á sætindi. Þegar þessi ostakaka var borin fram með öðrum kökum var þessi yfirleitt fyrst til þess að klárast!

Við mamma vorum svo að leita af góðum uppskriftum þegar við héldum Baby Shower fyrir systir mína og þá rifjaðist upp fyrir okkur þessi ostakaka. Kakan sló í gegn eins og alltaf og var sú eina sem nánast kláraðist í boðinu! Því fékk ég mömmu til að senda mér uppskriftina góðu svo ég gæti deilt henni með ykkur.

Uppáhalds ostakakan!

Þessa köku er hægt að útbúa jafnvel mörgum dögum fyrir veislu þar sem hún er geymd í frysti sem er algjör snild!

Hægt er að leika sér svolítið með þessa uppskrift og setja hvaða súkkulaði sem er inn í hana og skreyta hana á mismunandi hátt en þessi útfærsla er í uppáhaldi hjá mér.

Uppáhalds ostakakan!

 Ostakakan hennar mömmu

  • 250 g LU kanilkex
  • 100 g smjör
  • 400 g rjómaostur
  • 200 g flórsykur
  • ½ líter rjómi, þeyttur
  • 2 tsk vanillusykur
  • 2 stk Mars súkkulaði

Krem

  • 200 g suðusúkkulaði
  • 1 dl rjómi

Aðferð:

  1. Setjið Mars súkkulaðið í fyrsti (þetta er gert til þess að hægt sé að skera það í litla fallega bita á eftir).
  2. Myljið LU kexið í matvinnsluvél eða blandara þangað til það er orðið að fínu mjöli.
  3. Bræðið smjörið og blandið því saman við kex mjölið.
  4. Takið stórt smelluform, 24 cm í þvermál, setjið smjörpappír í botninn og lokið forminu. Gott er að klippa renning af smjörpappír, jafn stóran og hliðar formsins, og leggja upp að hliðunum líka.
  5. Þrístið kexblöndunni í botninn á forminu og setjið í frysti.
  6. Rjómaostur er hrærður. Flórsykrinum og vanillusykrinum er blandað saman við.
  7. Þeytið rjómann og blandið honum svo varlega saman við rjómaostablönduna með sleikju.
  8. Takið Mars súkkulaðið úr fyrstinum og skerið það fyrst 3x langsum og svo þvert í litla bita. Blandið því saman við ostakökudeigið. Hellið deiginu í formið, sléttið toppinn á kökunni og setjið í frystinn.
  9. Bræðið varlega saman súkkulaði og rjómann, hrærið vel saman þangað til súkkulaðisósa hefur myndast. Leyfið súkkulaðisósunni að kólna örlítið og hellið svo yfir kalda kökuna. Setjið kökuna í fyrsti, best er að frysta yfir nótt.
  10. Takið kökuna úr fyrstinum 3-4 tímum áður en hún er borin fram.
  11. Skreytið kökuna með skornum jarðaberjum og bræddu hvítu súkkulaði.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Uppáhalds ostakakan!

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

3 Reviews

  1. Kristín Rut

    þessi er æði !! klárast alltaf fyrst á veisluborðinu <3

    Star
  2. Linda

    Ótrúlega gaman að heyra það! 🙂

  3. Svanhvít Óladóttir

    Þessi ostaterta er sjúklega girnileg og góð. Útbjó hana um daginn og svo er ákveðið að hafa hana í nafnaveislu ömmubarns í október. Ég bætti reyndar líka nýtíndum bláberjum við.Takk fyrir að miðla með okkur hinum svona frábærum uppskriftum 🙂

    Star

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5