Salt karamellu smákökur með hvítum súkkulaðibitum, þessar eru ROSALEGAR! Þið hreinlega verðið bara að prófa.
Salt karamellu smákökur með hvítum súkkulaðibitum
- 300 g hveiti
- ½ tsk matarsódi
- ¼ tsk salt
- 150 g púðursykur
- 100 g sykur
- 150 g brætt smjör (sem hefur fengið að kólna svolítið)
- 2 msk nýmjólk
- 1 egg
- 1 eggjarauða
- 150 hvítt súkkulaði gróft saxað
- 1 dl salt karamella (úr búð eða heimatilbúin)
Aðferð:
- Setjið hveitið í skál ásamt matarsódanum og saltinu, blandið saman.
- Setjið púðursykur í skál ásamt sykrinum og bræddu smjöri, blandið saman.
- Út í sykurblönduna bætið nýmjólkinni, eggi, eggjarauðu og blandið saman.
- Blandið hveitiblöndunni út í sykurblönduna og blandið vel saman.
- Blandið hvítu súkkulaðinu fyrst saman við og svo salt karamellunni, ekki blanda of mikið eftir að karamellan hefur verið sett í.
- Kælið deigið í 2 klst í ísskáp
- Stillið ofninn á 190°C.
- Hnoðið kökur úr 2 msk af deigi, raðið á ofnskúffu með góðu millibili og bakið í 8-10 mín.
Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben
Njótið vel!
Ykkar, Linda Ben
Njótið vel!
Ykkar, Linda Ben
Category: