Linda Ben

Turkish pepper bollakökur

Þessar turkish pepper bollakökur eru gjörsamlega trylltar þó ég segi sjálf frá!

_MG_0205

Kakan sjálf er dúnamjúk og lofmikil, að sjálfsögðu er að finna turkish pepper í kökunni sjálfri, ekki bara kreminu.

_MG_0234

Ef þú bakar þessar kökur þarftu ekki að hafa áhyggjur af afgöngum, því lofa ég, því þær munu rjúka út hvar sem er!

_MG_0222

_MG_0229 (1)

_MG_0215

_MG_0212

_MG_0229

Turkish pepper bollakökur, gefur um það bil 14 kökur

Kökur

  • 100 g sykur
  • 100 g púðursykur
  • 2 stór egg við stofuhita
  • 100 g hveiti
  • 45 g hreint kakó
  • 1 tsk lyftiduft
  • 1/2 tsk matarsódi
  • 1/4 tsk salt
  • 80 ml bragðlítil olía
  • 2 tsk vanilludropar
  • 120 ml súrmjólk
  • 1 dl Turkish pepper brjóstsykur

Krem

  • 300 g smjör við stofuhita
  • 300 g flórsykur
  • 1 dl Turkish pepper brjóstsykur, og nokkrir í viðbót sem skraut.
  • 1 msk rjómi
  • nokkrir dropar svartur matarlitur

Aðferð:

Kökur

  1. Hitið ofninn í 175°C.
  2. Setjið svört pappírs bollakökuform í bollakökubakka.
  3. Hrærið saman egg, sykur, púðursykur, olíu og vanillu saman þangað til létt og loftmikil blanda hefur myndast.
  4. Í aðra skál blandiði saman hveiti, kakó, lyftiduft, matarsóda og salti og blandið saman. Setjið þurrefni og súrmjólk út í eggjablönduna á víxl, hrærið vel saman á milli þangað til allt er komið í eina skál, ekki hræra of mikið.
  5. Setjið turkish pepper brjóstsykurinn í matvinnsluvél og vinnið hann þangað til hann verður að dufti. Setjið þá duftið í deigið og blandið því saman við varlega með sleikju.
  6. Gott er að nota ísskeið til þess að setja deigið í bollakökuformin, þannig verða allar kökur jafn stórar, fyllið aðeins upp 3/4 af forminu.
  7. Bakið í 18-21 mín eða þangað til kökurnar eru bakaðar í gegn.
  8. Kælið kökurnar fullkomlega

Krem

  1. Hrærið smjör í skál þangað til það verður létt og loftmikið.
  2. Setjið turkish pepper brjóstsykurinn í matvinnsluvél og vinnið hann þangað til hann verður að dufti. Setjið þá duftið í fljórsykurinn og blandið saman.
  3. Setjið þá flórsykursblönduna út í smjörið og haldið áfram að þeyta þangað til blandan verður aftur létt og loftmikil. Gott að er að setja svolítinn rjóma út í kremið til að gera það ennþá léttara, setjið þá 1 msk af rjóma út í og þeytið vel. Litið kremið með svörtum matarlit svo það verði grátt á litinn.
  4. Setjið kremið í sprautupoka með sprautustút, ég notaði Ateco 828, og sprautið kreminu á kaldar kökurnar með því að byrja utarlega á bollakökunni, vinna ykkur í hring og upp.
  5. Brjótið nokkra brjóstsykra og skreytið kökurnar með þeim.

Ef þú prófar þessa uppskrift, láttu mig þá endilega vita! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á myndinni á Instagram @lindaben

Ég minni þig á að fylgjast með mér á Instagram en þar er ég oft að elda og baka og sýni “step-by-step” frá matseldinni. Ýttu hér til að fylgjast með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar Linda Ben

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5