Linda Ben

3 einfaldir og ljúffengir kokteilar: Mandarínu gin og tonic, rósa martíní og óáfengt trönuberjaspritz.

Recipe by
3 klst
Cook: Unnið í samstarfi við SS

3 einfaldir og ljúffengir kokteilar: Mandarínu gin og tonic, rósa martíní og óáfengt trönuberjaspritz.

Þessir kokteilar eru allir einfaldir og alveg svakalega bragðgóðir. Það er gaman að bjóða upp á þá í matarboðum þar sem það er hægt að hafa bara allt tilbúið á vínbarnum þegar fólk kemur og ekkert mál að hella saman í dásamlega fordrykki sem líta líka fallega út.

3 einfaldir og ljúffengir kokteilar mandarínu gin og tonc, rósa martíní og óáfengt trönuberjaspritz

3 einfaldir og ljúffengir kokteilar mandarínu gin og tonc, rósa martíní og óáfengt trönuberjaspritz

3 einfaldir og ljúffengir kokteilar

Mandarínu gin og tonc

  • Klakar
  • 30 ml gin
  • Safi úr 1/2 mandarínu
  • Valencian Orange Tonic Water frá Fentimans
  • Skraut: Mandarínubörkur, stjörnuanís, ferskt timjan og rifsber

Aðferð:

  1. Fyllið glasið af klökum og hellið gininu yfir klakana.
  2. Kreistið hálfa mandarínu yfir og fyllið glasið af appelsínu tonic vatninu. Skreytið með mandarínuberki, stjörnuanís, fersku timjan og rifsberjum.

3 einfaldir og ljúffengir kokteilar mandarínu gin og tonc, rósa martíní og óáfengt trönuberjaspritz

Rósa martíní

  • Klakar
  • 30 ml vodka
  • Rose Lemonade frá Fentimans
  • Skraut: Brómber, granateplakjarnar, rósablöð og kanilstöng

Aðferð:

  1. Fyllið glasið af klökum og hellið vodkanu yfir klakana.
  2. Fyllið glasið af rósa límonaðinu og skreytið með brómberjum, granateplakjörnum, rósablaði og kanilstöng.

3 einfaldir og ljúffengir kokteilar mandarínu gin og tonc, rósa martíní og óáfengt trönuberjaspritz

Óáfengt trönuberjaspritz

  • 30 ml trönuberjasafi
  • Töst Rosé freyðandi te
  • Skraut: jólastafur og rifsber

Aðferð:

  1. Hellið trönuberjafa í glasið, fyllið upp með Töst Rosé.
  2. Skreytið glasið með rifsberjum og jólastaf

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5