Þetta grænmetisbollu spagettí er með því einfaldara sem hægt er að smella saman í eldhúsinu, en bragðið er heldur ekkert slor!
Grænmetisbollu spagettí með kirsuberjatómötum og fersku basil
- 250 g spagettí
- ¼ laukur, smátt skorinn
- 5-7 sveppir
- 3 litlir hvítlauksgeirar eða 2 venjulegir
- 250 g kirsuberjatómatar
- 500 ml tilbúin pastasósa sem þér finnst best
- Oreganó
- Salt og pipar
- Grænmetisbollur
- Ferskt basil
Aðferð:
- Setjið vatn í pott og hitið að suðu, setjið salt og ólífu olíu í pottinn og svo spagettíið, sjóðið samkvæmt leiðbeiningum.
- Skerið laukinn smátt og sveppina, steikið létt á pönnu upp úr ólífuolíu. Bætið svo frosnu bollunum á pönnuna og steikið áfram.
- Setjið sósuna á pönnuna, mér finnst gott að bæta við smá oreganó, salti og pipar. Bætið spagettíinu út á pönnuna og smá af pastavatni ef ykkur finnst vanta meiri sósu.
- Skreytið með fersku basil
Ef þú prófar þessa uppskrift, þá þætti mér svo vænt um að heyra hvernig smakkast! Skildu endilega eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á myndinni á Instagram @lindaben
Ýttu hér til að fylgjast með á Instagram!
Ykkar, Linda Ben
Category: