4 próteinríkar hugmyndir ofan á hrökkbrauðið sem þú átt eftir að elska.
Ég elska að fá mér hrökkbrauð með allskonar áleggi, það er svo einfalt að útbúa, hollt og gott. Mér finnst mjög mikilvægt að borða nóg af próteini og reyni að miða við að borða a.m.k. 20 g prótein í hverri máltíð. Ég með nokkrar hugmyndir af próteinríkum áleggjum ofan á hrökkbrauð sem mig langar að deila með ykkur.
Finn Crisp hrökkbrauðið er ríkt af trefjum og mjög bragðgott. Það er þunnt og stökkt sem gerir það fullkomið undir allskonar álegg.
Ég hef verið að vinna með að mauka kotasælu og skipta út fyrir hluta af mæjónesi í allskonar mæjónessalöt og sósur. Þannig nær maður próteininnihaldinu upp og minnka fituríka í mæjónesið. Ég gerði rækjusalat með maukaðri kotasælu sem kom ótrúlega vel út hvet ég þig til að prófa. Það er ekki eins “blautt” og venjulegt rækjusalat en svakalega gott samt!
Rauðrófu hummusinn er eitthvað sem ég bý til a.m.k. 1x í mánuði, yfirleitt oftar samt. Rauðrófurnar eru svo svakalega hollar og góðar fyrir okkur að borða. Ég veit að það eru ekki allir jafn hrifir af rauðrófum og ég en ég verð samt að segja að ég tel að þessi rauðrófuhummus sé fyrir alla. A.m.k. hef ég fengið fólk sem þolir ekki rauðrófur til að smakka þennan hummus og þau voru öll sammála um að þessi hummus er svakalega góður.
Það gæti svo komið einhverjum ykkar á óvart að ég nefni brie sem próteinríkt álegg, en ég hvet þig þá til að kíkja á næringarinnihald brie, hann er nefninlega merkilega próteinríkur. En svo er brie, epli og hunang bara svooooo gott að ég varð að hafa þessa samsetningu með 😊
4 próteinríkar hugmyndir ofan á hrökkbrauðið
Kotasælu rækjusalat
- 500 g rækjur
- 4 egg
- 2 dl kolasæla
- 1 msk mæjónes
- Salt og pipar
- Finn Crisp hrökkbrauð
Aðferð
- Afþýðið rækjurnar og þurrkið með eldhúspappír. Setjið í skál.
- Harðsjóðið eggin og skerið niður smátt, bætið í skálina.
- Setjið kotasæluna í blandara eða maukið með töfrasprota þar til orðið alveg slétt og mjúk. Bætið í skálina ásamt mæjónesi.
- Kryddið með salti og pipar og blandið öllu saman.
- Berið fram með Finn Crisp hrökkbrauði
Brie og epli
- Brie
- Epli
- Hunang
- Finn Crisp hrökkbrauð
Aðferð:
- Skerið brieinn í frekar þykkar sneiðar og leggið á hrökkbrauðið.
- Skerið eplið í þunnar sneiðar og leggið ofan á brieinn, setjið örlítið hunang yfir.
Kotasæla og egg
- Kotasæla
- Agúrka
- Harðsoðið egg
- Salt og pipar
Aðferð:
- Setjið vel af kotasælu ofan á Finn crisp hrökkbrauð, skerið nokkrar sneiðar af agúrku og leggið yfir.
- Skerið harðsoðið egg í 4 hluta og setjið 2 hluta ofan á eitt hrökkbrauð, kryddið með salti og pipar.
Rauðrófu hummus
- 300 g niðursoðnar kjúklingabaunir
- 1 msk tahini
- 1 soðin rauðrófa
- 1/2 msk hunang
- 1/2 tsk salt
- Safi úr 1 sítrónu
- 2-3 msk extra virgin ólífu olía
- Vatn eftir þörf
- Finn Crisp hrökkbrauð
- Sprettur
Aðferð:
- Setjið öll innihaldsefnin saman í blandara (fyrir utan hrökkbrauðið og spretturnar) og blandið þar til orðið að mjúku mauki, setjið vatnið í 1 msk í einu eftir þörfum.
- Berið fram með Salt&pipar Finn Crisp hrökkbrauði og sprettum
Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben
Njótið vel!
Ykkar