Hrökkvrauð er næringarríkt og bragðgott og því nýt ég þess að borða það með góðri samvisku. Ég veit að ég er að næra líkamann minn vel með hverjum bita. Hver sneið er 18% prótein og 14% trefjar sem er með hærri hlutföllum sem ég hef séð.
Vegna þess að ég hef lítið borðað á daginn undanfarið nema það sé Sigdal hrökkbrauð (algjört æði í gangi) þá kom ég upp með 8 hugmyndir af áleggi, allar frekar ólíkar svo það er engin leið til þess að fá leið á því að borða hrökkbrauð alla daga. Taktu líka eftir að hér þarf ekki að elda neitt, nema eggin, svo þetta er allt saman afar einfalt og kjörið að útbúa sér þegar tíminn er naumur.
Þessar hugmyndir virka vel í nesti, en ég mæli með því að setja smá sítrónusafa yfir avocadóið, banana og epla sneiðarnar til þess að koma í veg fyrir brúnun ef það á að geyma matinn í svolitla stund.
Sigdal hrökkbrauðin eru til í mörgum útfærslum með annars glútein frítt hrökkbrauð sem er þó ekki vegan.
Ég veit hversu erfitt það getur verið að finna hugmyndir af fljótlegum, hollum og góðum morgunmat, millimáli og hádegismat en þessar hugmyndir er einmitt hægt að nýta þá. Paraðu hrökkbrauðið þitt með þínum uppáhalds smoothie til dæmis og þú ert komin með afar næringarríkan hádegismat án þess að elda neitt.
Hugmynd 1:
- Hrökkbrauð, spelt flögur og graskersfræ
- Rjómaostur
- Bláber
Hugmynd 2:
- Hrökkbrauð, spelt flögur og graskersfræ
- ½ avocadó, stappað
- Hrært steikt egg
- Salt og þurrkaðar chillí flögur
Hugmynd 3:
- Hrökkbrauð, spelt flögur og graskersfræ
- Rjómaostur
- Hindber
Hugmynd 4:
- Hrökkbrauð, spelt flögur og graskersfræ
- Hráskinka
- Mosarella ostur
- Tómatsneiðar
- Ólífu olía
- Salt
Hugmynd 5:
- Hrökkbrauð, spelt flögur og graskersfræ
- Hvítlauks hummus
- Papriku sneiðar
Hugmynd 6:
- Hrökkbrauð, spelt flögur og graskersfræ
- Hvít og blámygluostur
- Eplasneiðar
- Hunang (má sleppa)
Hugmynd 7:
- Hrökkbrauð, spelt flögur og graskersfræ
- Möndlusmjör
- Banana sneiðar
Hugmynd 8:
- Hrökkbrauð, spelt flögur og graskersfræ
- Rjómaostur
- Reyktur silungur
- Capers
- Dill
- Salt og pipar
Vonandi eiga þessar hugmyndir eftir að nýtast þér vel.
Ef þú prófar þessa uppskrift, þá þætti mér svo vænt um að heyra hvernig smakkast! Skildu endilega eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á myndinni á Instagram @lindaben
Ýttu hér til að fylgjast með á Instagram!
Ykkar, Linda Ben