Avocado franskar eru gríðarlega góðar! Stökkar að utan og dúna mjúkar að innan. Ferskar avocado sneiðar eru þakktar í brauðraspi og bakaðar til að mynda þetta guðdómlega snakk.
Það er bara ekkert betra en þegar maður finnur hollt og gott snarl, eða það er allavega mitt álit. Avocadó er fullt af hollum fitusýrum, eitthvað sem allir ættu að borða nokkrum sinnum í viku. Það er þá alltaf gaman að finna nýjar leiðir til að borða þetta góðgæti.
Velið ykkur gott brauðrasp á franskarnar, það hreinlega gerir réttinn! Ég valdi mér glútein frítt rasp frá Ian’s með ítölsku bragði og var alveg rosalega ánægð með útkomuna. Það er ekki of fínt malað svo franskarnar voru meira crispí en annars.
Avocadó franskarnar geta verið sem meðlæti með öðrum mat eða réttur einn og sér með góðri spicy ídýfu.
Þær eru líka ótrúlega einfaldar og skemmtilegar að gera. Ég fékk til dæmis strákinn minn sem er 2,5 árs til að hjálpa mér við að búa þær til. Hann varð þá líka ennþá duglegri að borða frönskurnar vegna þess að hann gerði þær sjálfur. Getið rétt ímyndað ykkur hvað ég var ánægð að sjá barnið borða svona mikið með bros á vör.
Avocado Franskar, uppskrift:
- 2 Avocado
- safi úr ½ sítrónu
- 1 bolli hveiti
- 2 egg
- 2 bollar brauðrasp
- salt og pipar
Aðferð:
- Stillið ofninn á 200°C.
- Skerið avocadóin í helminga, fjarlægið steinana og takið þau upp úr hýðinu með skeið.
- Skerið hvern helming í 4 sneiðar.
- Kreistið hálfa sítrónu yfir avocadó sneiðarnar.
- Setjið hveiti í eina skál, 2 egg í aðra skál og brauðrasp í þriðju skálina.
- Veltið hverri sneið fyrst upp úr hveiti.
- Setjið avocadóið svo í eggið og bleytið það alveg.
- Veltið avocadóinu svo upp úr raspi og setjið svo á ofnplötu.
- Kryddið með salt og pipar.
- Bakið í 20 mín.
Njótið vel!
Ykkar, Linda Benediktsdóttir
Öll hráefni í þessa uppskrift fást í Kosti.