Linda Ben

Andabringur í appelsínusósu með hunangs gljáðum plómum

Mamma á heiðurinn af þessum ljúffendu andabringum og meðlætinu með þeim. Hún er, eins og flestir vita sem hafa lesið fleiri kjöt uppskriftir frá mér, algjör snillingur að matreiða kjöt og fæ ég hana yfirleitt til þess að leiða matseldina þegar kjötið þarf að vera fullkomið!

Andabringur er að okkar mati fullkominn veislu matur. Við erum oft með andabringur við fínni tilefni eins og á jólunum, áramótum, páskum og afmælum. Andakjöt er mitt allra uppáhalds af dökku kjöti, sem dæmi má taka, ef ég sé andakjöt á matseðli á veitingastað þá þarf ég nú yfirleitt ekki langan tíma til ákveða hvað ég ætla að fá mér. Það var því ekki seinna vænna að setja þennan uppáhalds mat minn  hér inn á síðuna.

Hér er að finna klassíska útgáfu af andabringum og appelsínusósu en hunangs gljáðu plómurnar er mögulega eitthvað sem þið hafið ekki séð áður og hvet ég ykkur að prófa, þær eru ekki bara ótrúlega fallegar heldur passa fullkomlega með andabringunum.

Andabringur í appelsínusósu með hunangs gljáðum plómum

Andabringur í appelsínusósu með hunangs gljáðum plómum

Andabringur í appelsínusósu með hunangs gljáðum plómum

Andabringur í appelsínusósu með hunangs gljáðum plómum

Andabringur í appelsínusósu með hunangs gljáðum plómum

  • 4 stk andabringur
  • Salt og pipar

Appelsínu sósa

  • 4 msk sykur
  • 1 dl vatn
  • 1 dl hvítvín
  • 1 tsk hvítvínsedik
  • 4 dl nýkreistur appelsínusafi (u.þ.b. 4 appelsínur)
  • Appelsínubörkur af ¼ appelsínu, skorinn í strimla
  • 400 ml vatn
  • 1 kúfuð msk andakraftur
  • 50 g kalt smjör í teningum
  • Salt og pipar
  • Sósu þykkir eftir þörf

Hunangs gljáðar plómur

  • 6 plómur
  • 50 g smjör
  • 1 msk hunang

Aðferð

  1. Hreinsið bringurnar vel af öllum fjöðrum sem gætu legið í fitunni. Skerið fituna í tígla samanber mynd hér að ofan. Kveikið á ofninum og stillið á 200ºC. Setjið bringurnar á kalda og þurra pönnu, kveikið undir pönnunni og stillið á háan hita, steikið og takið fituna sem myndast af pönnunni jafn óðum svo puran verði stökk og góð. Haldið áfram að steikja þar til puran verður fallega brún. Takið bringurnar af pönnunni, hreinsið það mesta af pönnunni og setjið bringurnar aftur á pönnuna eða í eldfast mót, bakið inn í ofni í 8 mín.
  2. Skerið plómurnar í fjóra hluta. Bræðið smjör á pönnu og hitið það vel, án þess að brenna, leggið plómurnar á pönnuna og steikið þær vel á öllum hliðum þannig að þær brúnist svolítið. Lækkið hitann undir pönnunni og dreifið hunanginu yfir. Takið af hitanum.
  3. Sósan er útbúin með því að setja sykur og vatn á pönnu og leyft að sjóða þar til karamellan hefur brúnast. Hvítvíninu og hvítvínsedikinu er bætt út á, hrært saman við og soðið þar til sósan er orðin þykkt síróp. Því næst er appelsínusafanum hellt út á og appelsínu berkinum hrært saman við. Sósan er látin sjóða niður u.þ.b. helming. Bætið vatninu og kraftinum út í og þykkið með sósu jafnara, hrærið vel í. Slökkvið undir sósunni og bætið smjörinu út í, hrærið í sósunni og passið að hún sjóði ekki eftir að smjörið hefur farið út í. Smakkið til með salti og pipar.

Andabringur í appelsínusósu með hunangs gljáðum plómum

Ef þú prófar þessa uppskrift, þá þætti mér svo vænt um að heyra hvernig smakkast! Skildu endilega eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á myndinni á Instagram @lindaben

Ýttu hér til að fylgjast með á Instagram!

Ykkar, Linda Ben

 

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5