Linda Ben

Appelsínukryddlegið lamba t-bone með ljúffengu meðlæti

Recipe by
45 mín
Cook: Unnið í samstarfi við SS | Servings: 3-4 manns

Appelsínukryddlegið lamba t-bone frá SS er eitthvað sem allir grillkjötsunnendur þurfa að prófa! Appelsínukryddlögurinn er einstaklega ljúffengur, hann gefur milt og ljúft sítrusbragð og er án allra rotvarnarefna. Kjötið sjálft er svakalega gott, mjúkt og bragðmikið.

Ég bar lambakjötið fram með myntu pestó sem kom alveg ótrúlega skemmtilega út og passaði svo vel með appelsínukryddleginum. Það er ferskt, létt og sumarlegt.

Kartöflurnar eru ofnbakað smælki sem ég er með algjört æði fyrir núna. Það er bara svo gott að skera það niður og baka inn í ofni. Það verður svo krispí og ljúffengt þannig.

Appelsínukryddlegið lamba t-bone með ljúffengu meðlæti

Appelsínukryddlegið lamba t-bone með ljúffengu meðlæti  Appelsínukryddlegið lamba t-bone með ljúffengu meðlæti

Appelsínukryddlegið lamba t-bone með ljúffengu meðlæti

Appelsínukryddlegið lamba t-bone með ljúffenggu meðlæti

Appelsínukryddlegið lamba t-bone með ljúffengu meðlæti

  • 1,2 kg Appelsínukryddlegið lamba t-bone frá SS

Ofnbakað stökkt smælki

  • 600 g smælki
  • 2-3 msk olífuolía
  • Salt

Aðferð:

  1. Kveikið á ofninum og stillið á 200°C, undir og yfir hita.
  2. Skerið smælkið þannig að hver kartafla fer í 4 hluta og raðið á smjörpappírsklædda ofnplötu. Dreifið vel úr þeim og passið að engar séu ennþá klesstar saman.
  3. Dreifið ólífu olíu yfir allt saman og saltið.
  4. Bakið inn í ofni í u.þ.b. 45 mín, gott að hræra í kartöflunum inn á milli svo þær verði krispí á öllum hliðum.

Ofnbakaðar gulrætur

  • 300 g gulrætur
  • 2 msk olífu olía
  • Salt
  • U.þ.b. 1 – 1 1/2 msk Balsamik vinegar

Aðferð:

  1. Skolið gulræturnar og flysjið ef ykkur finnst þurfa. Ef gulræturnar eru mjög þykkar ggetur verið gott að skera þær endilangt. Raðið í eldfastmót.
  2. Hellið ólífu olíu yfir og saltið. Hellið einnig balsamik ediki yfir og bakið inn í ofni í u.þ.b. 30-40 mín (fer eftir hversu þykkar þær eru)

Grillaður maís

  • 2 ferskir maísstönglar
  • U.þ.b. 1 msk smjör
  • Salt

Aðferð:

  1. Setjið maísinn á grillið í “blöðunum” sem hann er náttúrulega í. Snúið honum reglulega, það er í lagi þó svo að eitthvað af blöðunum brenni. Grillið í u.þ.b. 20-30 mín.
  2. Hreinsið “blöðin” og “hárin” af maísnum, skerið í helming og setjið vel af smjöri yfir, saltið örlítið.

Myntu pestó

  • 30 g fersk mynta
  • 15 g fersk steinselja
  • 1/2 dl ristaðar kasjúhnetur
  • 1 msk sítrónusafi
  • Sítrónubörkur af 1/4 sítrónu
  • 1 hvítlauksgeiri
  • 2 msk rifinn parmesan
  • u.þ.b. 1 dl bragðgóð extra virgin ólífu olía

Aðferð:

  1. Setjið öll innihaldsefnin í blandara og maukið á lágum styrk, blandan á að vera nokkuð gróf maukuð.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

Appelsínukryddlegið lamba t-bone með ljúffengu meðlæti

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5