Linda Ben

Ávaxtabakki með jarðaberja-sítrónu ídýfu

Recipe by
10 mín
Cook: Unnið í samstarfi við Veru Örnudóttir

Ávaxtabakki með jarðaberja-sítrónu ídýfu er frábær leið til að bera fram ávextina á fallegan og ljúffengan hátt.

Ávextirnir eru að sjálfsögðu ljúffengir einir og sér en til að gera þá ennþá skemmtilegri er sniðugt að bera þá fram með ídýfu sem bæði börnum og fullorðnum finnst bragðgóð.

Ídýfan saman stendur af frosnum jarðaberjum, sítrónusafa og vanillu hafrajógúrti. Áferðin er rjómkennd og svolítið þykk á meðan það er ennþá svolítið frosti í henni. Ídýfan er því ekki bara góð heldur líka næringarrík og falleg.

Ávaxtabakki með jarðaberja-lime ídýfu

Ávaxtabakki með jarðaberja-lime ídýfu

Ávaxtabakki með jarðaberja-lime ídýfu

Ávaxtabakki með jarðaberja-lime ídýfu

Ávaxtabakki með jarðaberja-sítrónu ídýfu

  • 1/2 vatnsmelóna
  • 2 kíví
  • 1 banani
  • Fleiri ávextir ef þið viljið

Jarðaberja og sítrónu ídýfa

  • 2 dl frosin jarðaber
  • Safi úr 1 sítrónu
  • 250 ml hafrajógúrt með vanillu og kókos

Aðferð:

  1. Skerið vatnsmelónu þvert í mjóar lengjur, snúið vatnsmelónunni svo þannig að þið skerið þvert á skurðinn aftur í mjóar lengjur svo myndist litlir vatnsmelónu stönglar.
  2. Skerið alla aðra ávexti niður og raðið öllu saman fallega á bakka.
  3. Setjið frosin jarðaber í blandara ásamt sítrónusafa og hafrajógúrti, blandið þar til orðið að ídýfu, hellið í skál og berið fram með ávöxtunum.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

Ávaxtabakki með jarðaberja-lime ídýfu

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5