Linda Ben

Bakað blómkálssalat

Recipe by
1 klst
Cook: Unnið í samtarfi við Veru Örnudóttir

Bakað blómkálssalat er léttur og góður grænmetisréttur sem þér á örugglega eftir að líka vel við.

Blómkálið og kjúkllingabaunirnar eru vel kryddaðar og borið fram á klettasalat beði með próteinríku quinoa, sítrónusneiðum og kóríander. Það sem gerir salatið svona djúsí og gott er að sjálfsögðu sósan eins og svo oft með salöt. Sósan er gerð úr nýja vegan gríska jógúrtinu frá Veru Örnudóttir. Áferðin á því er alveg einstaklega mjúk og alveg eins og alvöru grískt jógúrt, bragðið er að sjálfsögðu líka virkilega gott líka.

Mér finnst alveg æðislegt að nota hreinu jógúrtina í matargerð. Útbúa úr því dressingar, sósur og fleira.

Bakað blómkálssalat

Bakað blómkálssalat

Bakað blómkálssalat

Bakað blómkálssalat

  • 1 blómkálshaus
  • 300 g niðursoðnar kjúklingabaunir
  • 2 msk olífu olía
  • 1 msk papriku krydd
  • 1 tsk hvítlaukskrydd
  • 1 tsk chillí krydd
  • 1/s tsk pipar
  • 1/4 tsk salt
  • 2 dl quinoa
  • 150 g klettasalat
  • Ferskt kóríander
  • 1 sítróna

Aðferð:

  1. Kveikið á ofninum og stillið á 180°C, undir og yfir hita.
  2. Skerið blómkálshausinn í bita og raðið á smjörpappírsklædda ofnplötu. Skolið kjúklingabaunirnar og þerrið þær, setjið á ofnplötuna.
  3. Dreifið ólífu olíu yfir ásamt paprikukryddi, hvítlaukskryddi, chillí kryddi, pipar og salti, blandið öllu mjög vel saman. Bakið inn í ofni í u.þ.b. 20 mín eða þar til blómkálið er oðrið mjúkt í gegn.
  4. Skolið quinoað vel í sigti og setjið það svo í pott ásamt 4 dl af vatni. Sjóðið á vægum hita í u.þ.b. 15 mín eða þar til það hefur tvöfaldast í stærð, orðið mjúkt og vatnið allt gufað upp.
  5. Útbúið sósuna á meðan.
  6. Raðiið klettasalati á stóran disk, setjið blómkálið og kjúklingabaunirnar yfir. Dreifið quinoa yfir og sósu.
  7. Skreytið með fersku kóríander og sítrónusneiðum.

Hvítlauks kóríander sósa

  • 200 g hrein jógúrt að grískum hætti frá Veru Örnudóttir
  • 2 hvítlauksrif
  • Safi úr 1 sótrónu
  • 1 msk ferskt kóríander
  • 1 mak hunang
  • Salt og pipar

Aðferð:

  1. Setjið jógúrtið í skál og kreystið sítrónusafann úr sítrónunni í skálina. Rífið hvítlauksrifin niður í skálina. Saxið kóríanderið smátt niður og bætið einnig í skálina ásamt hunangi, salti og pipar. Blandið öllu vel saman.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

 

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5