Linda Ben

Basil Gimlet kokteill eins og hann er bestur

Til eru ótal uppskriftir og útfærslur af þessum ljúffenga kokteil en ég er á því að þessi er sú bragðbesta og einfaldasta.

Einfaldur og ljúffengur basil gimlet kokteill

Einfaldur og ljúffengur basil gimlet kokteill

Einfaldur og ljúffengur basil gimlet kokteill

Einfaldur og ljúffengur basil gimlet kokteill

  • 30 ml gin
  • 5-6 stór basil lauf
  • Safi úr ½ lime
  • 50 ml sykur síróp
  • 2 dl klakar

Sykur síróp

  • 2 dl sykur
  • 3 dl vatn

Einfaldur og ljúffengur basil gimlet kokteill

Aðferð:

  1. Byrjað er á að gera sykursíróp (má gera daginn áður t.d., geymist vel í kæli í lokuðum umbúðum). Setjið sykur og vatn í pott, hitið þar til öll sykurkornin eru bráðnuð saman við, hellið sykursírópinu á flösku eða annað ílát og kælið.
  2. Setjið gin og basil lauf í kokteilhristara, merjið laufin saman við ginið. Kreistið ½ lime út í, setjið sykur síróp og klaka í kokteilhristarann og hristið vel og kröftuglega saman.
  3. Hellið í gegnum sigti í kokteil glas og skreytið með basil laufum.

Einfaldur og ljúffengur basil gimlet kokteill

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

 

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5