Linda Ben

Berja kollagen smoothie sem styrkir húðina

Recipe by
5 mín
Cook: Unnið í samstarfi við Feel Iceland

Berja kollagen smoothie sem styrkir húðina.

Hér höfum við æðislega góðan smoothie sem inniheldur helling af ofurfæðu sem styrkir húðina okkar.

Bláber og jarðaber eru full af c-vítamínum og andoxunarefnum, banani er ríkur af góðum steinefnum, graskersfræ eru rík af zinki sem er gott fyrir húðina, hörfæin eru rík af omega 3 sem nærir húðina að innan, hnetusmjörið gefur góða fitu og hafranir eru ríkir af lífsnauðsynlegum vítamínum. Síðast en ekki síst inniheldur þessi smoothie Feel Iceland kollagen. Kollagen er eitt aðal uppbyggingar prótein líkamans og er að finna í öllum liðum, liðamótum, vöðvum, sinum og beinum. Einnig er kollagen mjög stór partur af húð, hári og nöglum. Með því að taka inn kollagen aukast líkurnar á því að líkaminn framleiði kollagen í meira magni en framleiðsla kollagens minnkar með aldrinum.

Persónulega finn ég mikinn mun á styrk húðarinnar eftir að ég fór að taka inn kollagenið frá Feel Iceland, einnig tek ég eftir að hárið mitt vex mun hraðar.

Berja kollagen smoothie

Berja kollagen smoothie

Berja kollagen smoothie

  • 1 ½ dl frosin bláber
  • 1 ½ dl frosin jarðaber
  • 1 banani
  • 3 msk hafrar
  • ½ msk graskersfræ
  • ½ msk hörfræ
  • 1 msk hnetusmjör
  • 2 skeiðar Feel Iceland kollagen
  • 400 ml vatn

Aðferð:

  1. Setjið öll innihaldsefnin í blandara þar orðið að drykk.

 

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

Berja kollagen smoothie

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5