Besta gulrótakakan sem er extra mjúk og klessuleg.
Hefur þú einhverntíman prófað að setja meira af rifnum gulrótum í gulrótakökumixið en það sem stendur afan á pakkanum? Ég prófaði það um daginn en ótkoman var hreint út sagt stórkostleg! Kakan var extra rakamikil, mjúk og svolítið klessuleg. Áferðin var svolítið eins og á brownie, alveg sturlað gott! Þið sjáið það barar á myndunum hversu djúsí kakan er.
Einnig hef ég verið að prófa nýja aðferð við að gera rjómaostakrem. Ég hef verið að vinna með að hræra bara saman smjör og flórsykur saman alveg mjög lengi eins og ég sé að gera smjörkrem, set svo rjómaostinn alveg í endann og hræri eins lítið og ég kemst upp með. Þannig nær maður stífari áfferð á rjómaostakremið en bragðið er það sama og vanalega. En eins og flestir vita sem hafa gert rjómaostakrem áður, þá er helsti gallinn við það hversu linnt það á til að verða, en með þessari nýju aðferð er það vandamál úr sögunni.
Ég mæli með að prófa!
Þú finnur gulrótakökumixið í öllum stærri Krónuverslunum.
Besta gulrótakakan uppskrift
- Ljúffeng gulrótakaka þurrefnablanda Lindu Ben
- 3 egg
- 175 ml olía
- 1 dl vatn
- 200 g rifnar gulrætur
Rjómaostakrem
- 300 g mjúkt smjör
- 500 g flórsykur
- 200 g rjómaostur
- Börkur af 1 sítrónu
- 1 tsk sítrónusafi
Aðferð:
- Kveikið á ofninum og stillið á 175°C, undir og yfir hita.
- Rífið niður gukræturnar
- Setjið þurrefnablönduna í skál ásamt eggjum, olíu, vatni og rifnum gulrótum. Hrærið saman og skiptið deiginu á milli tveggja smurðra smelluforma.
- Bakið í u.þ.b. 25 mín eða þar til botnarnir eru bakaðir í gegn. Kælið botnana.
- Útbúið rjómaostakremið með því að setja mjúkt smjör í skál og þeyta þar til það er létt og loftmikið. Setjið flórsykurinn útí og þeytið þar til mjúkt, létt og loftmikið. Rífið sítrónubörkinn út í og kreystið örlítinn safa út í kremið, hrærið. Setjið þá rjómaostinn út í og blandið honum saman við og hrærið eins lítið og þið komist upp með.
- Setjið 1/3 af kreminu á neðri botninn og setjið svo efri botninn yfir. Hjúpið kökuna með því sem eftir er af kreminu.
Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben
Njótið vel!
Ykkar