Beyglur með rjómaosta laxasalati er eitthvað sem þú verður að smakka. Einstaklega ljúffengt salat sem maður græjar með einföldum hætti með því að saxa allt saman á bretti, blanda svo saman við rjómaosti og sítrónusafa, kryddar svo til með salt og pipar. Þessi uppskrift gefur vel af laxasalati á 2 beyglur.
Beyglurnar eru frá Manhattan sem eru ekta amerískar beyglur. Ég á þær alltaf til í frystinum hér heima og elska að rista mér beyglu með ljúffengu áleggi. Þær fást í þremur útggáfum: heilhveiti, með rúsínum og kanil og sesam og birkifræjum sem ég nota hér. Manhattan beyglurnar færð þú meðal annars í Krónunni og Nettó.
Beyglur með rjómaosta laxasalati
- 2 stk Manhattan Beyglur
- 150 g reyktur lax
- 1/3 agúrka
- 1/3 rauðlaukur
- u.þ.b. 5 g graslaukur
- 1 1/2 msk rjómaostur
- Safi úr 1/2 sítrónu
- Salt & pipar
Aðferð:
- Ristið beyglurnar
- Setjið reykta laxinn, agúrku, rauðllauk og graslauk á skurðarbretti og saxið allt smátt saman niður.
- Bætið rjómaostinum út á og blandið saman, kreistið sítrónusafann yfir og kryddið til með salti og pipar.
- Smyrjið salatinu á beyglurnar.
Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben
Njótið vel!
Ykkar