Linda Ben

Bláberja jógúrtkaka – án eggja og mjólkur (v)

Recipe by
30 mín
Cook: Unnið í samstarfi við Veru Örnudóttir | Servings: 10 manns

Bláberja jógúrtkaka – án eggja og mjólkur, er einstaklega ljúffeng vegan útgáfa af bláberja skyrköku.

Þessi er afskaplega einföld og fljótleg. Það er best að smella henni í smástund í frysti eða kæli þegar hún er tilbúin, þá heldur hún betur lögun þegar maður setur hana á disk, en ef þú vilt borða kökuna strax þá er það í góðu lagi.

Bláberja jógúrtkaka án eggja og mjólkur (v)

Bláberja jógúrtkaka – án eggja og mjólkur (v)

  • 200 g hafrakex (t.d. graham kex)
  • 60 g smjör
  • 250 ml jurtarjómi (ég nota alpro)
  • 340 g (2 krukkur) haust hafrajógúrt frá Veru Örnudóttir
  • 1 1/2 dl flórsykur
  • 1 dl bláber

Aðferð:

  1. Myljið hafrakexið í matvinnsluvél eða blandara.
  2. Bræðið smjörið og blandið því saman við kexið, þrýstið því í botninn á kökuformi sem er u.þ.b. 15×25 cm. Setjið í frysti.
  3. Þeytið jurtarjómann og blandið haustjógúrtinu verlega saman við með sleikju. Bætið flórsykrinum. út í og hellið svo ofan í kökuformið.
  4. Dreifið bláberjum yfir kökuna.
  5. Best er að bera kökuna fram alveg kalda, gott er að geyma hana í kæli í 2-3 klst en það má líka bara hana strax fram.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

Bláberja jógúrtkaka án eggja og mjólkur (v)

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5