Bláberja múslíbaka.
Dásamlega góð bláberjabaka með súkkulaðimúslí botni, þessa þurfa allir sem elska bláber að smakka.
Bláberja múslíbaka
- 200 g smjör
- 100 g púðursykur
- 2 egg
- 100 g hveiti
- 1 ½ tsk lyftiduft
- ½ tsk salt
- 350 g Kellogs Crunchy Musli með súkkulaði
- 300 g frosin bláber
- 3 tsk kornsterkja
Aðferð:
- Kveikið á ofninum og stillið á 200°C, undir og yfir hita.
- Þeytið saman smjör og sykur
- Bætið eggjunum út í, eitt í einu.
- Bætið hveitinu, lyftiduftinu og saltinu saman við og hrærið saman.
- Myljið grófustu bitana í múslíinu örlítið niður og bætið því svo saman við, blandið saman.
- Setjið 2/3 af deiginu í smelluform sem hefur verið klætt með smjörpappír, þrýstið því vel í botninn og setjið aðeins upp á kantana.
- Blandið saman bláberjum og kornsterkju, setjið ofan á deigið í kökuforminu.
- Setjið restina af deiginu á kantana ofan á bláberin.
- Bakið í u.þ.b. 30 mín og leyfið svo kökunni að ná stofuhita áður en hún er skorin.
Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben
Njótið vel!
Ykkar
Category: