Þessi bláberja- og sítrónukaka er hrein dásemd – ljúf og létt en á sama tíma djúsí og bragðmikil. Sætur ilmur af sítrónu blandast ferskleika bláberja og gerir kökuna bæði fallega og ómótstæðilega. Haust jógúrt með aðalbláberjum frá Örnu Mjólkurvörum gefur henni mjúka og rjómalagða áferð á meðan sítrónuglassúrinn og krumblið ofan á fullkomna allt saman.
Þrátt fyrir að hún líti út fyrir að vera hátíðarkaka er hún ótrúlega einföld í framkvæmd og heppnast alltaf vel. Þetta er kökuuppskrift sem hentar jafnt í kaffiboðið eða sem smá „weekend treat“.
Bláberja og sítrónukaka
- 180 g sykur
- börkur af 1 sítrónu
- 100 g brætt smjör
- 1 tsk sítrónudropar
- 1 egg
- 200 g hveiti
- 2 tsk lyftiduft
- 1/2 tsk salt
- 170 g haust jógúrt með aðalbláberjum frá Örnu Mjólkurvörum
- 300 g frosin bláber
- 1 msk kornsterkja (maizenamjöl)
Krumble
- 50 g smjör
- 50 g púðursykur
- 30 g sykur
- 50 g hveiti
Sítrónu glassúr
- 120 g flórsykur
- 3 msk sítrónusafi
Aðferð:
- Kveikið á ofninum og stillið á 175°C, undir og yfir hita.
- Setjið sykur, sítrónubörk, brætt smjör og sítrónudropa í skál og hrærið saman.
- Bætið egginu út í skálina og hrærið.
- Setjið næst hveiti, lyftiduft og salt í skálina, hrærið saman við.
- Bætið svo haust jógúrtinu svo saman við og blandið varlega saman við með sleikju.
- Setjið frosnu bláberin í skál ásamt kornsterkju og veltið þeim um svo öll bláberin séu þakin kornsterkju. Setjið bláberin út í deigið og blandið saman við (deigið verður svolítið stíft útaf því að bláberin eru svo köld).
- Hellið deiginu i smjörpappírsklætt form sem er 26×10 cm eða sambærilega stórt. Bakið í 65-70 mín.
- Útbúið glassúrinn með því að hræra saman flórsykur og sítrónusafa í skál. Þegar kakan er orðin hæfilega köld, takið hana úr forminu og hellið glassúrnum yfir.
Category: