Það er eitthvað svo skemmtilegt við bleika kokteila sem ég bara elska. Þessi er einstaklega bragðgóður en hann inniheldur jarðaberja gin sem er það besta sem ég hef smakkað.
Það er alveg ótrúlega einfalt að smella í þennan kokteil og lítur hann út fyrir að vera miklu flóknari en hann er í raun og veru. Það ættu allir að geta smellt í þennan!
Bleikt límonaði gin
- 2 brómber kramin í botninn
- Fyllið glasið af klökum
- 1 staup Larois jarðaberja gin
- Glasið fyllt með rósa límonaði
- Skreytið glasið með brómberjum
Ef þú prófar þessa uppskrift, þá þætti mér svo vænt um að heyra hvernig smakkast! Skildu endilega eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á myndinni á Instagram @lindaben
Ýttu hér til að fylgjast með á Instagram!
Ykkar, Linda Ben
Category:
Hvar fæst rósa límónaði?
Til dæmis í Hagkaup og Krónunni 🙂