Linda Ben

Bleikur tropical smoothie

Það er alveg ótrúlega langt síðan ég deildi með ykkur hér smoothie uppskrift en það er eitthvað sem ég borða á nánast hverjum degi. Það er mismunandi hvað ég set í smoothie-ana og hvort ég borða þá með skeið upp úr skál eða drekk úr glasi.

Það að setja frosinn banana út í smoothie gerir áferðina þykka, nánast eins og ís, svo það er líka gaman að setja smoothie-inn í skál og borða hann eins og ís.

Þessi smoothie er mjög barnvænn en þetta er drykkur sem ég geri reglulega fyrir strákinn minn og hann elskar hann!

Bleikur tropical smoothie

Bleikur tropical smoothie

  • 1 frosinn banani
  • 1 dl frosið mangó
  • 1 dl frosinn ananas
  • 2 dl frosin hindber
  • 1 msk hörfræjaolía
  • 1 msk Hamp fræ
  • 2 dl tropical ávaxtasafi

Aðferð:

  1. Setjið allt saman í blandara og blandið þar til þykkur smoothie hefur myndast. Hægt að setja í glas eða skál og borða eins og ís. Þessi uppskrift dugar í 2 glös.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Bleikur tropical smoothie

 

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5