Linda Ben

Æðislega góður blómkáls pizzubotn sem er hollur og glútein frír!

Recipe by
45 mín
Prep: 20 mín | Cook: 25 mín | Servings: 3 manns

Blómkáls pizza er virkilega gómsæt og góð leið til þess að borða grænmeti á óvenjulegan hátt. Hún er líka fullkomin fyrir þá sem kjósa að borða ekki glútein.

Þessi uppskrift gefur tvo 25 cm botna.

Ég mæli með að þið gerist svolítið djörf og prófið, ég lofa að blómkáls pizzubotninn mun koma ykkur skemmtilega á óvart!

Blómkáls pizza degi uppskrift

Blómkáls pizzubotn uppskrift:

  • 1 meðal stór blómkálshaus
  • 2 egg
  • 2 bollar (einn poki rifinn mozarella ostur)
  • 4 msk rifinn parmesan ostur
  • 2 tsk Salt
  • 2 tsk pipar
  • 1 msk pizzukrydd

Aðferð:

  1. Rífið blómkálshausinn niður með rifjárni eða skellið honum í matvinnsluvél.
  2. Gufusjóðið blómkálið þangað til það er alveg mjúkt, tekur um það bil 15 mín.
  3. Kveikið á ofninum og stillið á 220°C, blástur.
  4. Setjið blómkálið í hreint viskustykki og reynið að taka sem mestan raka út því.
  5. Setjið blómkálið í hrærivél, bætið eggjum út í ásamt ostum og kryddi. Hrærið þangað til allt hefur blandast vel saman.
  6. Smyrjið tvö hringlaga 25 cm form og dreyfið deiginu jafnt á milli. Sléttið úr deiginu svo botninn sé jafn þykkur allstaðar. Bakið í 10-15 mín eða þangað til botnarnir verða gullin brúnir.
  7. Takið botnana úr formunum og setjið þá öfuga á smjörpappír (eða aftur í hringlaga formin ef þið náið því). Bakið þá aftur á óbökuðu hliðinni í 5-10 mín.

Svo er hægt að setja það álegg ofan á sem manni langar í.

Ég elska að sjá réttina sem þið gerið með uppskriftunum mínum og því hvet ég ykkur til að merkja myndirnar ykkar #lindulostæti 

Fylgist með á Instagram!

Blómkáls pizza degi uppskrift

Ég ákvað að gera mér kjúklingapizzu og var virkilega ánægð með útkomuna og því ætla ég að gefa ykkur uppskriftina af henni.

  • Pastasósa með hvítlauk og basil
  • 1 poki rifinn pizzaostur
  • 1 kjúklingabringa elduð og vel krydduð
  • ólífur skornar í helminga
  • 1/2 gul paprika smátt skorin
  • Ferskur mozarella, skorinn í 1 cm búta
  • þurrkað rautt chili krydd
  • Hvítlauksolía
  • Basil

Aðferð:

  1. Setjið 2 msk af pastasósu á hvorn botninn fyrir sig og dreifið.
  2. Dreifið ostinum yfir sósuna.
  3. Skerið kjúklingabringuna í smáa bita og dreifið jafnt yfir ásamt papriku, ólífum og mozarella.
  4. Kryddið pizzuna með þurrkuðu rauðu chili kryddi eftir smekk.
  5. Bakið inn í 220°C heitum ofni þangað til osturinn hefur bráðnað.
  6. Það er mjög gott að setja svolítið af hvítlauskolíu og basil á pizzuna þegar hún er tilbúin.

Blómkáls pizza degi uppskrift

Blómkáls pizza degi uppskrift

Blómkáls pizza degi uppskrift

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5