Bragðgóð tómatsúpa sem þú átt eftir að elska.
Hér höfum við afskaplega góða og létta tómatsúpu sem er mjög bragðmikil og rjómakennd, borna fram með pönnu grilluðu brauði.
Þessi súpa hentar hvenær sem er, hvort sem það er sem hádegismatur eða kvöldmatur.
Bragðgóð tómatsúpa sem þú átt eftir að elska
- 50 g smjör
- 1 laukur
- 3-4 hvítlauksgeirar
- 1 lúka ferskt timjan
- 2 msk tómatpúrra
- 3-4 gulrætur
- 2 dósir hakkaðir tómatar
- 1 líter vatn
- Salt og pipar
- 1 msk oreganó
- 1-2 tsk paprikukrydd
- 500 ml rjómi frá Örnu Mjólkurvörum
- ½ kjúklingakraftur (má sleppa)
Aðferð:
- Bræðið smjörið á pönnunni og steikið smátt saxaðan laukinn og hvítlaukinn í nokkrar mín.
- Bætið út í fínt söxuðu fersku timjan og tómatpúrru, steikið í nokkrar mín.
- Skerið gulrætunar smátt niður og bætið út á pönnuna.
- Setjið tómatana út á og vatnið, sjóðið í u.þ.b. 20 mín.
- Maukið súpuna með töfrasprota.
- Bætið salti, pipar, oreganó og paprikukryddi út í.
- Bætið rjómanum út í og náið upp suðu, smakkið til með kryddunum. Ef þú fýlar súpu með miklu bragði er gott að setja smá kjúklingakraft út í en ef þú vilt hafa tómatbragðið greinilegra þá sleppiru honum.
Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben
Njótið vel!
Ykkar
Category: