Þessar kjúklinga quesadilla eru svo ótrúlega góðar! Ég hef oft keypt mér quesadilla á veitingastöðum en ég verð að viðurkenna að mér finnst þessi sú besta sem ég hef prófað. Alveg klárlega eitthvað sem ég mun elda aftur og aftur á mínu heimili. Það er líka svo einfalt að smella þessu saman, svona einn af þessum réttum sem maður hendir bara í án þess að þurfa að hugsa mikið.
Bragðmikil og einföld kjúklinga quesadilla
- 2 eldaðar kjúklingabringur
- 1 msk ólífu olía
- ½ rauðlaukur
- 1 rauð paprika
- 300 g gular baunir
- 1-2 hvitlauksgeirar
- U.þ.b. 1 msk taco kryddblanda
- 4 stk grófar stórar vefjur
- 200 g rifinn pizza ostur
- Sýrður rjómi
- Salsa sósa
- Ferskt kóríander
Aðferð:
- Kveikið á ofninum og stillið á 200°C.
- Byrjað er á því að skera grænmetið í strimla og steikja það á pönnu þar til það verður mjúkt og gott. Bætið því gulu baununum og rífið hvítlaukinn út á. Skerið kjúklinginn í strimla og bætið honum á pönnuna ásamt taco kryddblöndunni.
- Rífið 2 stk álpappír svo hægt sé að loka vefjunum inn í hann. Setjið eina vefju á álpappírinn, svo setjiði ¼ af rifna ostinum á eina vefju og helminginn af kjúklinga fyllingunni, setjið ¼ af rifna ostinum yfir og leggjið aðra vefju yfir. Endurtakið þetta skref svo úr verði tvær quesadilla. Lokið álpappírnum svo ekkert sjáist í vefjurnar. Setjið inn í ofn og bakið í u.þ.b. 15 mín.
- Takið út úr ofninum og færið úr álpappírnum og á skurðarbretti, skerið í 6 hluta eins og pizzu sneiðar. Berið fram með habanero sýrðum rjóma, salsa sósu og fersku kóríander.
Ef þú prófar þessa uppskrift, þá þætti mér svo vænt um að heyra hvernig smakkast! Skildu endilega eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á myndinni á Instagram @lindaben
Ýttu hér til að fylgjast með á Instagram!
Ykkar, Linda Ben