Linda Ben

Brakandi ferskt grænkáls salat með eplum

Þetta grænkálssalat er alveg æðislega bragðgott. Grænu eplin og garanteplin og lime safinn yfir gera það að verkum að ferskleikinn er allsráðandi.

_MG_9043

 

_MG_9050

Þetta salat er gott að hafa til dæmis með góðum fiskrétti og hvítvínsglas með ef vilji er fyrir því.

_MG_9051

Brakandi ferskt grænkálssalat með eplum

  • 4-5 stór blöð grænkál
  • 2 msk hágæða ólífu olía
  • Salt
  • ½ Lime
  • ½ Grænt epli, rifið
  • ½Granatepli
  • Val: döðlur

Aðferð:

  1. Skolið grænkálið og þerrið vel, rífið það svo niður í bita stóra búta, takið stilkinn frá.
  2. Hellið ólífu olíunni yfir grænkálið í mjórri bunu og saltið létt. Kreystið ½ lime yfir, það er svo gott að velta grænkálinu aðeins um svo olían þekji allt grænkálið.
  3. Rífið niður ½ grænt epli og dreifið granatepla kjörnum yfir.
  4. Ef vilji er fyrir hendi er gott að skera niður nokkrar döðlur og dreifa yfir.

Ef þú prófar þessa uppskrift, láttu mig þá endilega vita! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á myndinni á Instagram @lindaben

Fylgistu með á Instagram!

_MG_9050

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5