Linda Ben

Brakandi ferskt lúxus kjúklingasalat með basil og mozarella

Recipe by
30 mín
| Servings: 4 manns

Það er alltaf jafn gott að útbúa sér kjúklingasalat. Mér finnst sérstaklega sniðugt að gera stóran skammt svo ég eigi afgang í hádegismat daginn eftir.

Þetta kjúklingasalat er mjög bragðmikið, ferska basilið og mozarella osturinn tekur salatið á annað stig hvað varðar lúxus.

brakandi ferskt og æðilega gott kjúklingasalat með basil

Gott ráð er að kaupa alltaf kálhausa frekar en afskorið kál í kössum því þeir endast miklu lengur.

Annað mikilvægt og gott ráð er að notast við kál vindur. Þær eru mjög sniðugar þar sem þær ná öllu vantinu af kálinu eftir að maður er búinn að skola það. Salat dressingin helst þannig mikið betur á kálblöðunum og salatið verður bragðmeira og meira brakandi ferskt en annars.

brakandi ferskt og æðilega gott kjúklingasalat með basil

Ég skar niður allt grænmetið með grænmetis flysjara, þannig fékk ég þunna strimla af öllu grænmetinu sem kom mjög fallega út að mínu mati.

Einfalt, hollt og gott er blanda sem klikkar ekki og á sko sannarlega við um þetta salat!

brakandi ferskt og æðilega gott kjúklingasalat með basil

Brakandi ferskt lúxus kjúklingasalat, uppskrift:

  • 4 kjúklingabringur
  • salt
  • pipar
  • kjúklingakrydd
  • 1 kálhaus af því káli sem þér finnst gott
  • feskt basil eftir smekk
  • 1/4 rauðkálshaus
  • 3 gulrætur, skornar niður með grænmetis flysjara
  • 1/2 gúrka, skorin niður með grænmetis flysjara
  • 1 gul paprika, skorin niður með grænmetis flysjara
  • 2 dl brauðtengingar
  • ferskur mozarella ostur eftir smekk
  • 3 msk extra virgin ólífu olía
  • 1/2 sítróna

Aðferð:

  1. Skerið kjúklingabringurnar í 3 hluta, kryddið þær vel og steikið á miðlungs hita þangað til þær eru eldaðar í gegn.
  2. Skolið allt grænmeti vel og þurrkið vatnið mjög vel af.
  3. Bútið kálið og basil hæfilega vel niður og skerið annað grænmeti niður með grænmetis flysjara. Setjið allt í stóra skál
  4. Bætið út í brauðteningum og ferskum mozarella.
  5. Skerið kjúklingabringurnar í minni búta ef þið viljið og setjið þær út á salatið.
  6. Dreifið olífu olíunni og kreystið sítrónuna yfir salatið, hrærið vel í og setjið á fallegan disk. Fallegt að setja smá auka basil í miðjuna á salatinu.

brakandi ferskt og æðilega gott kjúklingasalat með basil

Njótið vel!

Ykkar, Linda

Öll hráefni í þetta salat fæst í Kosti.

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5