Brie rjómaosta ídýfa með lúxus rjómaosti, pistasíu hnetum, þurrkuðum fíkjum, granatepli og hunangi.
Þessi réttur hentar vel sem forréttur eða sem kvöldsnarl parað með góðu rauðvínsglasi.
Silkimjúki rjóma smurosturinn frá Président er lúxus út í gegn, hann er einstaklega bragðgóður, rjómakenndur og einstaklega ljúfur. Hann er ljúffengur einn og sér, til dæmis ofan á baguette eins og frakkarnir borða hann, með kexi eða í ostaréttum eins og þessum.
Président smurostarnir fást í Nettó, Hagkaup, Fjarðarkaup og Melabúðinni en þeir eru fáanlegir í þremur bragðtegundum, Brie, geitaosta, og Brie+trufflu.
Brie rjómaosta ídýfa
- 2 stk Brie Président rjómaostur
- 1 msk saxaðar pistasíu hnetur
- 2-3 stk þurrkaðar fíkjur
- 1/3 granatepli
- U.þ.b. 1/2 msk hunang
- Carr’s kex
Aðferð:
- Kveikið á ofninum og stillið á 200°C, stillið á undir+yfir.
- Setjið Président rjómaostinn í eldfast mót og bakið inn í ofni í 15 mín.
- Skerið pistasíuhnetur og þurrkuðu fíkjurnar niður, opnið granateplið og takið innan úr u.þ.b. 1/3. Raðið ofan á ostinn þegar hann kemur út úr ofninum og setjið örlítið hunang yfir.
- Berið fram með Carr’s kexi.
Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben
Njótið vel!
Ykkar, Linda Ben