Linda Ben

Brie smjördeigsbitar með eplasultu og pekanhnetukurli

Recipe by
30 mín
Cook: Unnið i samstarfi við ÍSAM | Servings: U.þ.b. 20 stjörnur

Brie smjördeigsbitar með eplasultu og pekanhnetukurli er æðislega góður og einfaldur forréttur.

Forréttur - Brie smjördeigsbitar með eplasultu

Forréttur - Brie smjördeigsbitar með eplasultu

Forréttur - Brie smjördeigsbitar með eplasultu

Forréttur - Brie smjördeigsbitar með eplasultu

Forréttur - Brie smjördeigsbitar með eplasultu

Forréttur - Brie smjördeigsbitar með eplasultu

Brie smjördeigsbitar með eplasultu og pekanhnetukurli

  • 450 g frosið smjördeig
  • 1 egg
  • Brie
  • 75 g pekanhnetur
  • Epla og kanil sulta frá St. Dalfour
  • Ferskt rósmarín
  • Granateplakjarnar

Aðferð:

  1. Kveikið á ofninum og stillið á 175°C, undir og yfir hita.
  2. Afþýðið smjördeigið á smjörpappír og skerið það út með stjörnuformi (t.d. piparkökuform), raðið á smjörpappírinn og penslið stjörnurnar með hrærðu eggi.
  3. Skerið brie í bita og raðið bitunum á stjörnurnar.
  4. Skerið pekanhnetur og rósmarín smátt niður og dreifið yfir. Setjið 1 tsk af sultu á hverja sultu og bakið í 15-20 mín.
  5. Skreytið granateplakjörnum.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5