Brómberja Moscow mule er afskaplega bragðgóður kokteill. Hann samanstendur af vodka, engiferbjór, brómberjum, lime og klaka
Brómberja Moscow mule
Uppskrift miðast við 1 glas
- 1 skot (30 cl) vodka
- 5 brómber (+ fleiri til að skreyta með)
- Safi úr ¼ lime
- Klakar
- Engiferbjór
- Mynta (sem skraut, má sleppa)
Aðferð:
- Setjið vodka og brómber í koparbolla, kremjið brómberin ofan í bollanum.
- Kreystið lime út í og fyllið bollan af klökum, hellið engiferbjór yfir.
- Skreytið með brómberjum og myntu.
Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben
Njótið vel!
Ykkar, Linda Ben
Category: