Mig langar að kynna ykkur fyrir ómótstæðilegri köku. Hún samanstendur af brownie botni, smjörkremi og hnetusmjörs-rice crispies toppi.
Ótrúlegt en satt þá er þetta einfaldasta en á sama tíma besta kaka sem hægt er að gera. Þessi slær heldur betur í gegn hvar sem hún er borin fram!
Innihaldsefni:
- 1 poki Betty Crocker Brownie mix (Ultimate Chocolate Brownie Mix með Herhey’s Súkkulaði)
- Vatn, olía og egg eins og beðið er um á pakkningunni
- 1 bolli Betty Crocker smjörkrem (Whipped Butter Cream Frosting)
- 1/2 bolli salt hnetur
- 2/3 bolli Skippy hnetusmjör
- 1 1/3 bolli Hershey’s súkkulaðibitar
- 2 bollar Rice Crispie’s
Aðferð:
- Brownie-in er útbúin eins og sagt er á pakkanum, deigið sett í 25 cm hringform sem hefur verið smurt með olíu.
- Kakan er svo bökuð í ofni í 45 mín við 175°C.
Kakan er svo kæld áður en haldið er lengra en á meðan hún kólnar er smjörkremið útbúið.
Innihald:
- 120 g smjör
- 200 g flórsykur
- 1 tsk vanilludropar
Aðferð:
- Öllum innihaldsefnum er blandað saman og hrært þangað til kremið verður létt og loftmikið.
- Þegar kakan hefur kólnað fullkomlega er smjörkreminu smurt á kökuna og salt hnetum dreift yfir.
- Hnetusmjöri og súkkulaði er brætt saman yfir vatnsbaði, rice crispiesinu er blandað vel saman við.
- Blöndunni er svo dreift jafnt yfir kökuna.
Leyfið kökunni aðeins að kólna áður en hún er skorin.
Njótið vel!
Ykkar, Linda Ben
Category: