Gómsæt súkkulaði brownie sem er hér komin í jólafötin. Hún er toppuð með piparmyntu kringlum og karamellu sósu. Fullkominn eftirréttur á aðventunni. Ef þið finnið ekki piparmyntu kringlur þá getiði notað venjulegar kringlur og brotið bismark jólastafi fínt niður og dreift yfir.
Ég mæli sannalega með að þið prófið þessa yfir hátíðarnar!
Brownie með piparmyntu kringlum og karamellu sósu:
- 250 g smjör
- 200 g dökkt súkkulaði
- 80 g ósætt kakó
- 65 g hveiti
- 1 tsk lyftiduft
- 360 g sykur
- 4 egg
- 36 stk piparmyntu kringlur/venjulegar kringlur
- karamellu sósa
Aðferð:
- Ofninn er stilltur á 180 ° C, og smjörpappír settur í botninn á kökuforminu, u.þ.b. 20×30 cm á stærð.
- Súkkulaðið og smjörið er brætt saman yfir vatnsbaði.
- Í skál blandið saman kakói, hveiti, sykri og lyftidufti, hellið svo súkkulaðinu saman við og hrærið saman.
- Setjið eggin í aðra skál og hrærið þau saman. Bætið þeim svo hægt og rólega út í súkkulaðiblönduna og hrærið vel á milli.
- Hellið deiginu ofan í formið og sléttið úr því. Raðið piparmyntu kringlunum ofan á deigið og bakið í u.þ.b. 20 mín.
- Leyfið kökunni að kólna. Þegar hún hefur náð stofuhita þá hellið þið karamellu sósu yfir og skerið kökuna í bita.
Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben
Njótið vel!
Ykkar, Linda Ben
Category: