Sykurlaust Choco-Hazel brauð
- 250 ml volgt vatn
- 1 tsk ger
- 6 dl hveiti
- 1 tsk salt
- 1 msk sykur
- ½ krukka súkkulaðismjör
- 1 egg
Aðferð:
- Byrjað er á því að setja gerið út í volg vatn og blanda því saman, látið standa í 5-10 mín til að virkja gerið.
- Setjið hveiti, salt og sykur í skál. Hellið gervatninu út í og blandið saman. Hnoðið í u.þ.b. 7 mín.
- Látið hefast þangað deigið hefur tvöfaldast í stærð eða u.þ.b. 1 klst.
- Kveikið á ofininum og stillið á 175°C.
- Setjið örlítið hveiti á borðið, fletjið degið út þangað til það er u.þ.b. 30×40 cm á stærð.
- Smyrjið súkkulaðismjöri á deigið, rúllið deiginu upp á langhliðina. Leggið deigið á ofnplötu með smjörpappír.
- Setjið skurðabretti undir smjörpappírinn. Skerið rúlluna langsum niður, skiljið eftir smá hluta efst í heilulagi, og leggið annan helming deigsins ofan á hinn á meðan þið takið hinn undan, þe.a.s. snúið upp á deigið svo myndist fallegur snúningur. Þetta getur verið smá erfitt en það er alltaf hægt að laga snúninginn til svo hann bakist fallega. Takið skurðarbrettið undan smjörpappírnum.
- Brjótið eggið og hrærið því saman, penslið egginu á allt brauðið.
- Bakið brauðið inn í ofni í u.þ.b. 25 mín.
Ef þú prófar þessa uppskrift, láttu mig þá endilega vita! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á myndinni á Instagram @lindaben
Ég minni þig á að fylgjast með mér á Instagram en þar er ég oft að elda og baka og sýni “step-by-step” frá matseldinni. Einnig erum við fjölskyldan á fullu að byggja okkur nýtt hús frá grunni þannig það er nóg að gera á Instagram!
Njótið vel!
Ykkar, Linda Ben
Þessi færsla er unnin í samstarfi við GoodGood.
Category: