Linda Ben

Súkkulaði brauð

Recipe by
1 klst 45 mín
Prep: 20 mín | Cook: 25 mín

 

_MG_0122

_MG_0124

_MG_0140 copy

Sykurlaust Choco-Hazel brauð 

  • 250 ml volgt vatn
  • 1 tsk ger
  • 6 dl hveiti
  • 1 tsk salt
  • 1 msk sykur
  • ½ krukka súkkulaðismjör
  • 1 egg

Aðferð:

  1. Byrjað er á því að setja gerið út í volg vatn og blanda því saman, látið standa í 5-10 mín til að virkja gerið.
  2. Setjið hveiti, salt og sykur í skál. Hellið gervatninu út í og blandið saman. Hnoðið í u.þ.b. 7 mín.
  3. Látið hefast þangað deigið hefur tvöfaldast í stærð eða u.þ.b. 1 klst.
  4. Kveikið á ofininum og stillið á 175°C.
  5. Setjið örlítið hveiti á borðið, fletjið degið út þangað til það er u.þ.b. 30×40 cm á stærð.
  6. Smyrjið súkkulaðismjöri á deigið, rúllið deiginu upp á langhliðina. Leggið deigið á ofnplötu með smjörpappír.
  7. Setjið skurðabretti undir smjörpappírinn. Skerið rúlluna langsum niður, skiljið eftir smá hluta efst í heilulagi, og leggið annan helming deigsins ofan á hinn á meðan þið takið hinn undan, þe.a.s. snúið upp á deigið svo myndist fallegur snúningur. Þetta getur verið smá erfitt en það er alltaf hægt að laga snúninginn til svo hann bakist fallega. Takið skurðarbrettið undan smjörpappírnum.
  8. Brjótið eggið og hrærið því saman, penslið egginu á allt brauðið.
  9. Bakið brauðið inn í ofni í u.þ.b. 25 mín.

Ef þú prófar þessa uppskrift, láttu mig þá endilega vita! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á myndinni á Instagram @lindaben

Ég minni þig á að fylgjast með mér á Instagram en þar er ég oft að elda og baka og sýni “step-by-step” frá matseldinni. Einnig erum við fjölskyldan á fullu að byggja okkur nýtt hús frá grunni þannig það er nóg að gera á Instagram!

Fylgistu með á Instagram!

_MG_0132

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Þessi færsla er unnin í samstarfi við GoodGood.

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5