Cointreau súkkulaðimús.
Þessi súkkulaðimús er svo dásamlega góð og hentar æðislega vel sem eftirréttur eftir góða máltíð.
Milt appelsínu Cointreau bragðið smellpassar með súkkulaðinu og tekur músina á hærra stig. Einstaklega vel heppnaður eftirréttur sem á eftir að falla vel í kramið hjá öllum þeim sem kunna að meta Cointreau. 



Cointreau súkkulaðimús
- 4 egg
- 80 g sykur
- 500 ml rjómi (skipt í 350 ml og 150 ml)
- 300 g súkkulaði
- 80 ml Cointreau
- Driscoll´s hindber
Aðferð:
- Setjið egg og sykur í skál og þeytið þar til alveg ljóst og mjög loftmikið (u.þ.b. 5 mín í hrærivél)
- Setjið 350 ml rjóma í frekar stóran pott og hitið að suðu, en ekki sjóða. Hellið heitum rjóma í mjórri bunu út í eggjablönduna með hrærivélina í gangi á meðalhraða. Hellið blöndunni aftur ofan í pottinn og stillið á meðal hita. Þeytið stanslaust í blöndunni þar til blandan hefur þykknað og minnkað um u.þ.b. helming. Takið strax af hitanum og hellið blöndunni í skál.
- Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði.
- Hellið Cointreau út í eggjablönduna og blandið saman.
- Hellið súkkulaðinu út í eggjablönduna og blandið saman.
- Hellið súkkulaðimúsinni í 4-6 glös.
- Þeytið rjóma og skiptið honum á milli glasanna, skreytið með hindberjum.
Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben
Njótið vel!
Ykkar









