Þetta er alveg þræl gott supernachos, matarmikið, djúsí, stökkt og fullt af ómótsæðilegu bragði!
Það er virkilega fljótlegt að smella í þennan rétt, hægelduðu sous vide bringurnar eru fulleldaðar, kryddaðar og virkilega góðar, því þarf bara að skera þær niður og smella þeim út á, ótrúlega þægilegt og einfalt!
Djúsí Kjúklinga Supernachos
- 200 g Nachos maís flögur
- 2 stk foreldaðar kjúklingabringur
- 1 ½ dl gular baunir
- 200 g rifinn ostur
- 2 tómatar
- ½ rauðlaukur
- 2 lítil avocadó
- 1 jalapeno
- 1 dós sýrður rjómi
Aðferð:
- Kveikið á ofninum, stillið á 200°C.
- Setjið nachos flögur í stórt form þannig það dreifist vel úr þeim.
- Skerið kjúklingabringurnar í fremur litla bitastóra bita.
- Dreifið gulu baununum yfir og ostinum, bakið í 20 mín eða þar til osturinn byrjar að brúnast örlítið.
- Skerið tómatana, rauðlaukinn og avocadóin smátt niður og dreifið yfir. Skerið jalapenóið í sneiðar og dreifa yfir ásamt habaneró sýrða rjómanum.
Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben
Njótið vel!
Ykkar, Linda Ben
Category: