Djúsí kjúklingarétttur með mango chutney og ritz kexi bakaður í einu fati er ótrúlega góður réttur sem öll fjölskyldan elskar.
Rétturinn er bragðmikill og hollur. Það eru tvö box af baby leaf sem er mjög svipað og spínat. Það er því gríðarlega mikið af grænmeti í réttinum en það fer þó ekki neitt mikið fyrir því þegar rétturinn er tilbúinn. Baby leaf salatið frá Vaxa er ræktað án allra eiturefna eins og allt annað frá Vaxa. Það er því algjörlega óþarft að skola salatið fyrir notkun. Það er líka gaman að nefna það að allt salat frá Vaxa er ræktað hér á höfuðborgarsvæðinu.
Mango chutneyið gerir réttinn svolítið sætan og osturinn gerir allt meira djúsí. Ritz kexið gefur þessu svo skemmtilegt kröns og er algjört lykil innihaldsefni.
Djúsí kjúklingarétttur með mango chutney og ritz kexi bakaður í einu fati
- 1 sæt kartafla
- 1/4 tsk salt
- 700 g kjúklingalæri úrbeinuð
- 1 msk kjúklingakryddblanda
- 100 g baby leaf frá Vaxa
- 230 g mango chutney
- 300 g fetaostur
- 50 g ritz kex
- 30 g steinselja frá Vaxa
Aðferð:
- Kveikið á ofninum og stillið á 200°C, undir og yfir hita.
- Flysjið sætu kartöfluna og skerið hana í bita. Setjið í eldfastmót. Raðið baby leaf salatinu frá Vaxa yfir, ath það þarf ekki að skola salatið þar sem það er alveg hreint og er ekki spreyjað með eiturefnum.
- Krryddið kjúklinginn vel og raðið yfir salatið, dreifið mango chutney og fetaosti yfir. Bakið inn í ofni í 40 mín eða þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn og sætu kartöflurnar líka. Brjótið ritz kex yfir réttinn og setjið aftur inn í ofn í 5 mín.
- Dreifið ferskri steinselju yfir áður en þið berið fram.
Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben
Njótið vel!
Ykkar