Linda Ben

Djúsí ofnbakaður fiskréttur með kartöflutoppi

Ég prófaði fiskrétt sem ég sá á youtube síðu Jamie Oliver um daginn, maðurinn er að sjálfsögðu algjör snillingur í að útbúa góðar uppskriftir og því leita ég oft til hans þegar mig vantar góðar hugmyndir. Ég gerði mína útfærslu af réttinum hans sem heppnaðist alveg ótrúlega vel! Þessi réttur er alveg stútfullur af hollustu og bragðið er rosalega gott. Þetta er að mínu mati ótrúlega vel heppnaður fiskréttur sem hentar jafn fullkomlega á virkum dögum eins og um helgar þegar maður vill gera vel við sig.

_MG_8758

_MG_8759

_MG_8761

_MG_8763

_MG_8768

_MG_8770

_MG_8775

_MG_8776

_MG_8765

_MG_8796f

Með þessum fiskrétt bar ég fram freyðivín frá Jacob’s Creek sem saman stendur af Chardonnay og Pinot Noir vínberjum. Það passaði alveg fullkomlega með þessum rétti.

_MG_8809

Gómsætur ofnbakaður fiskréttur

  • 2 litlar sætar kartöflur og 2 stórar venjulegar kartöflur
  • 1 búnt vorlaukur (u.þ.b. 5-7 stk)
  • 3 gulrætur
  • salt og pipar
  • ½ tsk hvítlaukskrydd
  • ½ tsk paprikukrydd
  • 2 msk hveiti
  • 300 ml rjómi
  • 300 ml mjólk
  • 400 g frosnar grænar baunir
  • 200-400 g spínat (fer eftir hvort það sé notað frosið eða ferskt)
  • 600 g þorskur (eða hvaða fiskur sem þig langar í)
  • 1 krukka fetaostur (svolítið af olíunni með)

Aðferð:

  1. Sjóðið vatn í frekar stórum potti, saltið örlítið, skrælið kartöflurnar og skerið þær í u.þ.b. 6 hluta hver, setjið kartöflurnar í pottinn og sjóðið þær.
  2. Kveikið á ofninum 180°C.
  3. Skerið vorlaukinn og gulræturnar niður í litla bita, steikið í pönnu með svolítið af olíu, bætið kryddum út á og blandið vel saman.
  4. Bætið hveitinu út á pönnuna og hrærið vel saman við. Setjið 300 ml af mjólk á pönnuna í litlum skömmtum og hrærið mjög vel á milli svo sósan verði ekki kekkjótt. Bætið svo rjómanum saman við og sjóðið saman.
  5. Setjið sósuna í stórt eldfast mót, bætið saman við grænu baununum og spínatinu.
  6. Skerið fiskinn í bitastóra bita og dreifið í formið ásamt fetaostinum.
  7. Hellið vatninu af kartöflunum og stappið þær. Dreifið þeim yfir réttinn, ekki slétta úr kartöflunum heldur leyfið þeim að vera frekar ójöfnum, það er gert til þess að kartöflurnar verði svolítið stökkar.
  8. Bakið í ofninum í 40 mín.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

_MG_8808

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5