Þessar hakkabollur eru virkilega bragðgóðar og áferðin æðislega “djúsí” og góð.
Ég mæli með að þið hellið pastasósunni frá Mezzetta yfir þessar bollur og þá sérstaklega týpunni frá þeim sem inniheldur ristaðan hvítlauk og karamellaðan lauk, namm… hún er svo góð!
Ég leyfði stráknum mínum að hjálpa mér við að útbúa þessar bollur og við skemmtum okkur konunglega. Það er svo gott að leyfa börnum að taka þátt í matargerðinni og ég er ekki frá því að matarlystin aukist til muna hjá þeim fyrir vikið.
Djúsí og bragðgóðar hakkabollur:
- 1 pakki nautahakk
- 1 laukur
- 2 ½ dl brauðteningar
- 2 dl rifinn ostur
- 2 tsk oregano
- ½ tsk chili flögur
- 1 tsk hvítlauks krydd
- 1 tsk salt
- 1 tsk Franks RedHot sósa
- 1 msk Worcestershire sósa
- Mjólk eftir þörfum.
- Pastasósa
Aðferð:
- Skerið laukinn mjög smátt niður.
- Myljið brauðteningana.
- Setjið allt í stóra skál nema mjólkina og pastasósuna. Hnoðið saman með hreinum höndum, ef ykkur finnst deigið vera of þurrt setjið þá mjólk út í 1 msk í einu.
- Rúllið upp bollum þannig að hver bolla sé um það bil 2 munnbitar.
- Steikið bollurnar á pönnu upp úr ólífu olíu þannig þær brúnist á öllum hliðum.
- Setjið pastasósuna út á pönnuna og steikið þangað til hún hefur hitað í gegn.
- Berið fram með hvítlauksbrauði og fersku basil.
Ef þú prófar þessa uppskrift, láttu mig þá endilega vita! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á hana á Instagram
Njótið vel!
Ykkar, Linda Benediktsdóttir
Öll hráefni í þessa uppskrift fást í Kosti