Linda Ben

Djúsí ostapasta með nautahakki

Recipe by
30 mín
Cook: Unnið í samstarfi við Örnu Mjólkurvörur | Servings: 4 manns

Djúsí ostapasta

Djúsí ostapasta

Djúsí ostapasta

Djúsí ostapasta með nautahakki

  • 300 g penne pasta
  • 500 g nautahakk
  • 1/2 laukur
  • 4 hvítlauksgeirar
  • 2 gulrætur
  • 250 g sveppir
  • Salt og pipar eftir smekk
  • 1 tsk oreganó
  • 1/4 tsk rósmarín
  • 1/2 tsk basil
  • 350 g pastasósa
  • 250 ml rjómi frá Örnu Mjólkurvörum
  • 75 g hvítlauks kryddostur frá Örnu Mjólkurvörum
  • 230 g rifinn mozzarella ostur frá Örnu Mjólkurvörum
  • Ferskt basil (má sleppa)

Aðferð:

  1. Kveikið á ofninum og stillið á 200°C, undir og yfir hita.
  2. Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum.
  3. Skerið laukinn og setjið hann á pönnu og steikið létt. Bætið nautahakkinu, rifnum hvítlauksrifum, smátt sneiddum gulrótum og sveppum á pönnuna og steikið þar til eldað í gegn.
  4. Bætið kryddunum út á pönnuna.
  5. Bætið pastasósunni og rjómanum á pönnuna, hrærið saman og látið malla í smá stund.
  6. Rífið hvítlauksostinn út á pönnuna og látið malla þar til hann hefur bráðnað saman við.
  7. Dreifið mozzarella yfir og bakið inn í ofni í u.þ.b. 15 mín eða þar til osturinn er byrjaður að gyllast.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

Djúsí ostapasta

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5