Linda Ben

Djúsí rjómalagaður kjúklingaréttur og hrísgrjón

Recipe by
30 mín
Cook: Unnið í samstarfi við Ísam | Servings: 4 manns

Djúsí rjómalagaður kjúklingaréttur og hrísgrjón

Þegar þig langar í eitthvað djúsí, hlýlegt og saðsamt á köldum dögum – þá er þessi réttur algjör sigurvegari. Úrbeinuð kjúklingalæri verða mjúk og bragðmikil í dásamlegri rjóma- og pestósósu með papriku, brokkolí og hvítlauk sem gefur réttinum ferskan og heimilislegan ilm. Nærandi réttur fyrir bæði líkama og sál.

Það besta? Hann er fljótlegur, einfaldur og allt í einum potti. Þú færð þykka og bragðmikla sósu sem hentar fullkomlega með mjúkum hrísgrjónum og gerir kvöldmatinn að litlu veisluborði á virkum degi. Þetta er rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska!

rjómalagaður kjúklingaréttur og hrísgrjón

rjómalagaður kjúklingaréttur og hrísgrjón

rjómalagaður kjúklingaréttur og hrísgrjón

rjómalagaður kjúklingaréttur og hrísgrjón

rjómalagaður kjúklingaréttur og hrísgrjón

Djúsí rjómalagaður kjúklingaréttur og hrísgrjón

  • 700 g úrbeinuð kjúklingalæri
  • U.þ.b. 1 1/2 – 2 msk kjúklingakryddblanda
  • 6 hvítlauksgeirar
  • 1/2 laukur
  • 1 rauð paprika
  • 1 haus brokkolí
  • 500 ml rjómi
  • 1 kjúklingakraftur
  • 190 g Sacla vegan tómat pestó
  • 1 msk sojasósa
  • 1/2 tsk oreganó
  • 1/2 tsk pipar
  • 2 1/2 dl hrísgrjón
  • 500 ml vatn

Aðferð:

  1. Kveikið á ofninum og stillið á 200°C, undir- og yfirhita.
  2. Kryddið kjúklingalærin og steikið þau á pönnu þar til þau fá fallega gullna húð. Setjið í eldfast mót á meðan sósan er útbúin.
  3. Skerið laukinn, paprikuna og brokkolíið, steikið á pönnunni sem kjúklingalærin voru steikt á, rífið niður hvítlauksrifin og steikið létt og hellið svo pestóinu og rjómanum út á pönnuna.
  4. Bætið kjúklingakrafti, soja sósu, pipar og oreganó á pönnuna. Blandið öllu saman.
  5. Hellið sósunni yfir kjúklingalærin og bakið inn í ofni í u.þ.b. 20 mín eða þar til lærin eru bökuð í gegn.
  6. Setjið hrísgrjón og vatn í pott og sjóðið þar til mjúk í gegn.
  7. Berið kjúklingaréttinn fram með hrísgrjónunum.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

rjómalagaður kjúklingaréttur og hrísgrjón

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5