Linda Ben

Djúsí tómat, basil og mosarella pastaréttur

Recipe by
30 mín
| Servings: 2-3 manns

Ég elska að fá mér góðan grænmetisrétt. Mér finnst mikilvægt að grænmetisréttir séu djúsí, mettandi og bragðmiklir en þessi pastaréttur er einmitt þannig ásamt því að hafa ferskan blæ.

_MG_6347

Þetta æðislega pasta er mjög einfalt að útbúa og tekur innan við 30 mín af gera.

_MG_6366

Ég nota alltaf heilhveiti pasta í pastaréttina mína. Mér finnst það skipta gríðarlegu máli að vera fá öll þau næringarefni úr pastanu sem í boði eru. Áferðin er líka skemmtilegri að mínu mati þar sem það er aðeins stinnara og maður verður líka lengur saddur þegar maður borðar heilhveiti pasta.

_MG_6360

Basil, tómat og mosarella pasta

  • 250 g heilhveiti penne pasta
  • 1 shallot laukur, meðal stór
  • 4 hvítlauks geirar
  • 1 dós niðursoðnir plómutómatar
  • 3 dl vatn
  • 2 tsk tómatpúrra
  • 1 tsk salt
  • 1 tsk pipar
  • 1 stórt búnt ferskt basil
  • ½ mosarella ostur, skorinn í bita stóra búta
  • börkur af 1 sítrónu

Aðferð:

  1. Setjið vatn í meðalstóran pott, látið sjóða.
  2. Skerið laukinn smátt niður, steikið létt á pönnu.
  3. Skerið hvítlaukinn niður, eða pressið í gegnum hvítlaukspressu, og setjið á pönnuna, steikið í mjög stutta stund.
  4. Takið plómutómatana upp úr dósinni og skerið þá í nokkuð grófa bita, setjið þá út á pönnuna ásamt safanum úr dósinni. Leyfið tómutunum að malla í smá stund á pönnunni.
  5. Setjið ólífuolíu, salt og pastað í pottinn, sjóðið samkvæmt leiðbeiningum á umbúðum.
  6. Bætið við vatni, tómatpúrru, salti og pipar á pönnuna og leyfið að malla með lokið á við lágan hita í 10 mín.
  7. Skerið niður helminginn af basilinu gróft niður og setjið út á pönnuna, steikið í smá stund.
  8. Skerið niður mosarella ostinn í bita stóra búta. Skerið einnig restina af basilikunni.
  9. Slökkvið undir pönnunni, setjið pastað út á pönnuna ásamt mosarella ostinu, basil, furuhnetum og rífið sítrónubörk yfir.

Ef þú prófar þessa uppskrift, láttu mig þá endilega vita! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu hana á Instagram með #lindulostæti

Fylgistu með á Instagram!

_MG_6363

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben.

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5